Hér á þessari síðu verður fjallað um vinnuvernd og fleira sem varða málara "Gættu heilsu þinnar" !

Heilsugæsla við málarastörf. Ef þú gætir heilsu þinnar, er málarastarfið góð atvinnugrein. Það er frábrugðið mörgum öðrum störfum að því leyti, að þar er um mikla tilbreytingu við framkvæmd margvíslegra verkefna að ræða. Þú þjálfar einnig og þroskar hugann þinn með því að beita honum við fjölþætt verkefni. En þú verður líka að varast þær hættur, sem eru samfara atvinnu þinni. Þú verður bæði með vinnubrögðum þínum, varúðarráðstöfunum og þeim hlífðarbúnaði, sem þú notar, að verjast þeim hættum sem fyrir hendi eru í ýmissi mynd og við margvíslegar aðstæður, svo og í sambandi við notkun efna í atvinnugreininni. Það er þýðingarmikið að þú hreyfir þig nóg í fersku lofti. Með því hjálpar þú líkama þínum til að losa sig við leysiefnaeim, sem þú hefur andað að þér við vinnu þína um daginn.


Við vinnu þína áttu að hafa eftirfarandi í huga:

1) Vera nákvæmur í sambandi við vinnupalla og stiga, hvernig þú kemur þeim fyrir,notar þá og starfar á þeim.Aðgættu hvort þeir eru í lagi samkvæmt gildandi reglum,áður en þú tekur þá í notkun. Vera varkár,hvar sem þú ert ,gætta þess að loknum vinnudegi að ganga þannig frá að skaði hljótist ekki ,ef að veðrið versnar eða börn fari sér ekki að voða við vinnupalla eða stiga sem þið skiljið eftir á vinnustað.


Stigar eru slysagildrur "Frétt á vef BBC" !

SLYSUM í heimahúsum.þar sem lausir stigar eða tröppur koma við sögu,hefur fjölgað um 62% síðastliðinn áratug,að því er segir í frétt á vef BBC. Þeso slys geta valdið miklum meiðslum,bæði beinbrotum og höfuðáverkum.Svo sem virðist sem börnum sé einkar hætt við að slasa sig á stigum og lausum tröppum.Samkvæmt upplýsingum Rehab UK,samtaka í Bretlandi sem aðstoða fólk með höfuðskaða,leita um 48 þúsund manns árlega til sjúkrahúsa þar í landi vegna slysa sem þeir hafa orðið fyrir við notkun á stigum í og við heimahús. Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar leituðu 30 þúsund manns sér aðstoðar eftir slys af sama tagi. Um þriðjungur þessara slysa tengist lausum tröppum,um fimmtungur A-laga stigum eða tröppum og 17% stigum sem lagðir eru upp að vegg. UM 2.300 urðu fyrir höfuðmeiðslum,oftast við fall úr stiga.Fjórðungur þeirra,sem meiddust á höfði, var að vinna að viðhaldi eða viðgerðum á heimili sínu. Einnig var algengt að börn "að leik" fengu höfuðáverka.Að sögn talsmanna Rehab UK var yfirleitt um ung börn að ræða 1-3 ára, sem gengu á eða hrösuðu um tröppur og stiga. oftast mátti kenna um hirðuleysi hinna fullorðnu sem skildu stiga og tröppur eftir án þess að gæta að öryggi barnanna. Taldi talsmaður Rehab UK að fólk þyrfti að hugsa vel að þeirri slysahættu sem fylgir stigum og tröppum,einkum fyrir börn en ekki síður fullorðna.þegar leitað var skýringa í Bretlandi á mikilli fjölgun slysa af þessu tagi síðastliðinn áratug beindist athyglin einkum að tvennu: Annars vegar að fólk væri orðið kærulausara eða andvaralaust um notkun stiga og hins vegar að það hefur færst í vöxt að fólk sinnti sjálft viðhaldi og viðgerðum á íbúðarhúsnæði sínu. þar með voru talin vera sem krefjast mikillar aðgæslu,svo sem þakvinna og málun utanhúss. 2002


Hreinlæti á vinnustað

Gættu ýtrasta hreinlætis, þegar þú vinnur við málningu (eða önnur efni), sem innihalda eitraða málma. Þurrslípaðu ekki fleti, þar sem um slíka málningu er að ræða o.s.frv. Fylgdu vandlega þeim reglum, sem fjalla um vinnu af því tagi. Málurum hættir mjög til að fá (eczema) og aðra hörundskvilla. Þetta getur t.d. Stafað af white sprit, terpentínu og öðrum leysiefnum, sem innihalda slík efni-auk 2-þáttar málningar, lútar, vatns, sem er blandað þvottaefnum, sýru og það að menn handleiki trefjagler. Vendu þig á að nota gúmmíhanska. Ef efni þau, sem hafa áhrif á húðina, eru ekki of sterk, geturðu varið hana með kremi, meðan á vinnu stendur. Þar sem þú getur einnig orðið fyrir því að ætandi efni t.d. Monosílan sprautist á þig, áttu einnig að ganga með hlífðargleraugu, jafnvel andlitshlíf.


Leysiefni og áhrif þeirra á líkaman

það er fyrir miklu,að hafa tilbreytingu á sviði verkefna. Varastu einhæft álag eins líkamshluta eða fleiri,sem fylgir því að vinna sama starf í langan tíma. Varastu einnig langvarandi vinnu,daginn út og daginn inn og á stórum flötum,með málningu eða lakk með miklum leysiefnum. Að undantekinni uppgufun vatns geta allar þær tegundir eims sem myndast,reynst hættulegar eða óþægilegar,þegar málning/lakk þornar eða þú notar önnur efni,sem innihalda lífræn leysiefni eða gefa frá sér lofttegundir af öðru tagi. Maður andar að sér um 10 teningsmetrum lofts á 8 stundum vinnudegi við venjulega líkamsstarfsemi. Það þarf því ekki að vera nema smámagn af leysiefnaeim í því lofti,sem þú andar að þér,til þess að það hafi áhrif á líffærastarfið. Rétt er að hafa hugfast,að hér er átt við,að magn í blóði sé meira en líkamsþol leyfir og einnig meira en svo,að líkaminn geti losað sig við það jafnóðum og það bers inn í líkamann. Alls konar eimur úr leysiefnunum kemur inn í blóðið úr loftinu,sem þú andar að þér,og berst með því út um líkamann, m.a. til heilans og annarra líffæra.Hættustigið veltur í hverju einstöku tilviki á því,hve mikill eimur myndast,hve mikil áraun/hætta(f) sé honum samfara,magni (k) hans í því lofti,sem þú andar að þér,og hve lengi (t) þú heldur áfram að anda að þér lofti,sem slíkur leysiefniseimur er í. Hættan vex í réttu hlutfalli við útkomu þessarar liða-f x k t. Það er að segja,að hættan eykst með auknu magni (k),lengri tíma (t) og aukinni, sérstakri hættu af slíkum eim. Þegar vinnutíminn er langur og/eða aukið magn í loftini,getur efni, sem er ekki alveg eins hættulegt,valdið eins miklum eða meiri skaða en tiltölulega hættulegra efni á skemmri tíma. Hið sérstaka áhrifa-/viðkvæmnisstig einstaklings (p),eða hvernig líkami þinn bregst sem slíkur við eimnum,er einnig mjög mikilvægt. Hjá sumum getur áhrifin verið meiri og alvarlegri en öðrum. Hættustigið, hvað einstaklinga snertir,vex því samkvæmt útkomu þessara liða f x k x t x p. Einstaklingum með óeðlilega blóðmyndun eða minni líffærastarfsemi af einhverri ástæðu (t.d. sykursýki) er sérstaklega hætt við óheppilegum áhrifum af leysiefnum. En enginn þolir meira en takmarkað magn þessara efna. Áhrif leysiefna í líkamanum slævir eða truflar venjuleg viðbrögð,þú er ekki eins snöggur og öruggur í hreyfingum og endranær. Áhrifin geta líka orsakað óreglu í starfsemi eða skemmdir á líffærum,taugum og samsetningu blóðsins. Ef mikið magn er í því lofti, sem þú andar að þér,verka allar þær tegundir eims, sem koma úr leysiefnum málningar og lakks o.s.frv.(einnig steinefnaterpentína,málaraterpentína,white spirit),deyfandi á þig,auk annarra óheppilegra áhrifa þeirra. Mikið magn er stórhættulegt og leiðir fljótlega til rænuleysis. Dauðsföll má einnig rekja til slíkra orsaka.


Skyndihjálp

Ef grunnur um heilsutjón vaknar skal strax leita til læknis. Sýnið þessar leiðbeiningar. Fjarlægið menguð föt. Þvoið með sápu og miklu af vatni. Notið ekki þynna eða leysa. Fjarlægið linsur ef þær eru notaðar. Skolið augun með miklu vatni í a.m.k. 15 mín.,hafið augun opin á meðan. Leitið til læknis. Hvílist undir fersku lofti. Hafið samband við lækni ef mikið hefur verið tekið inn. Athugið! Reynið aldrei að koma nokkru ofan í meðvitunarlaust fólk.


Eitrunarupplýsingamiðstöð Sjúkrahúss Reykjavíkur veitir upplýsingar allan sólarhringinn um viðbrögð við slysum með hættuleg efni. Sími 543 2222

 


Leysiefnarík málning

Enda þótt sumar hinna nýtísku,leysiefnaríku málningar-og lakktegunda séu verri(t.d. 2-þættar tegundar málningar og lakks, aminoherðandi plastlökk,plast-zapon-lökk o.fl.),er alkydmálning,alkydlakk og alkydolíur ekki alveg óskaðleg fyrir atvinnumálarann. áhrif leysiefna í málningu og lakki o.s.frv. getur komið þannig fram,að þú finnir fyrir vanlíðan,er líða tekur á vinnudag,þú sért þreyttari eða slæptari en þú ættir að vera vegna líkamlegrar áreynslu af vinnunni-eða viðbrögð þín eru ekki eins snögg,örugg og ákveðin og þau væru ella,t.d. þegar þú ert staddur í umferðinni á leið heim frá vinnu. Finnirðu enn fyrir verulegri þreytu,þegar þú ert kominn heim frá vinnu og búinn að borða og hvíla þig-svo mikilli þreytu,að þú hafir ekki löngun eða getu til að taka til við það,sem þú ætlaðir eiginlega eða þyrftir að vinna í frístundum þínum,þá getur það stafað af því,að þú hafir andað að þér of miklu magni leysiefnaeims við vinnuna. Það er aðvörun um, að þú eigir að gera eitthvað við því máli. Þú átt ekki bara að halda þannig áfram. Sumir finna fyrir ofnæmi,ef þeir verða að þola mikið magn leysiefnaeims. Þetta,,ofnæmi"gerir vart við sig á ný,þegar menn þessir verða síðar fyrir miklu magni leysiefnaeims. Ofnæmið getur byrjað snögglega eftir að maðurinn hefur orðið fyrir miklu magni í andrúmslofti eða þess getur orðið vart eftir langan tíma-jafnvel eftir að maðurinn hefur verið málari árum saman. Þegar ofnæmis verður vart,á viðkomandi að snúa sér að öðrum störfum. Það ætti þess vegna að vera öryggisregla hjá málurum að forðast leysiefnaeim eftir því sem slíkt er unnt,eða að minnsta kosti ef magnið er yfir meðallagi. Þetta er nú auðveldara en áður með því að nota vatnsmálningu-latex-málningu og aðrar slíkar.


Hlífðargrímur við öndun á óhreinu lofti

Við notkun á öllum síugrímum-bæði síugrími gegn ryki og eimgrímum með kolsíu gegn leysiefnaeim ber að hafa þetta í huga: Hafa þarf síur til skipta. Þær verða að vera búnar öndunarloka,svo að útöndun sé ekki hamlað. Grímurnar eiga að falla alveg þétt að andlitinu,og þess áttu að gæta í hvert sinn, sem þú setur grímuna á þig: Þú lokar síuopinu algerlega með hendinni,og þá áttu ekki að geta dregið neitt loft að þér. Ef opið utan á síunni er of stórt til þess að höndin hylji það,tekurðu síuna úr henni og hylur opið við nef og munn með hendinni. Þegar þú hefur gengið úr skugga um það með því að anda að þér,að gríman sé alveg þétt,læturðu síuna aftur á sinn stað án þess að taka grímuna af þér. Grímur,sem henta málurum vel,eru af 3 aðalgerðum: Ryksíugrímur,gasgrímur með Kolasíu gegn leysiefnaeim og Þrýstiloftsgrímur.


Rykgrímur

Vendu þig á að nota síugrímu gegn ryki og skiptu oft um síu. Það er auðvelt að anda um ryksíu,svo og að ganga með hana. Ryk,sem menn draga ofan í lungun,getur valdið margvíslegu tjóni. Athugið, rykgrímur vernda ekki fyrir eim eða gastegundum,hvort frá leysiefnum né af öðru tagi. Rykgrímur með síu er aðeins nothæfar gegn ryki,er ekki eitrað.


Sprautumálun

Þegar sprautumálun fer fram,á að nota grímu með grófri síu,sem skipta má um,auk þess sem gríman á að vera búin nauðsynlegri kolasíu gegn leysiefnaeim. Kolasía er ekki nauðsynleg,þegar unnið er úti undir himni og ekki heldur,þegar sprautað er innanhúss með t.d. latexmálningu,enda gefur hún ekki frá sér leysiefnaeim,svo að neinu nemur. Til er sérstök sía (ammóníaksía), þegar notast er við ammóniak(salmíakspíritus) við verkefni.


Í 12.gr samningi málara og veggfóðrara segir svo:

Til að vernda heilsu og líkamsburði verktaka ber að viðhafa réttar vinnuaðferðir og varúðarráðstafanir við vinnuna. Í stað efna sem eru eitruð,skaðleg heilsu manna eða baka þeim áraun,m.a. efni í heilsufarshættuflokki YL I,II,III, efna,sem hafa inni að halda eitraða málma og steinefni,sterkt ætandi efna. Efna sem orsaka yfirleitt útbrot og ofnæmi,skal nota önnur,sem eru óskaðleg, ef þau eru jafnframt með sömu kostum. Á umbúðum,sem taka meira en einn lítra af málningu,lakki og öðrum málningarvörum,lími,málningar og lakkeyði,white sprit og öðrum þynningar og hreinsiefnum í heilsufarshættuflokki YL I,II,III,skal getið YL-tölu viðkomandi vöru. Þar sem heilsufarástæður krefjast,samanber þau fyrirmæli,sem jafnan eru í gildi,ber vinnuveitanda að sjá um nauðsynlegan búnað. Að öðru leyti vísast til laganna um starfsmannavernd og önnur fyrirmæli,sem í gildi eru í því efni.


Lög,reglugerðir og merkingar . Merkingar eru í samræmi við reglugerð nr. 236/1990 Xn

Hættusetningar: H22 Hættulegt við inntöku. H41 Hætta á alvarlegum augnskaða. Varúðarsetningar: V2 Geymist þar sem börn ná ekki til. V26 Berist efnið í augu,skoli þá strax vandlega með miklu vatni og leitið læknis. V39 Notið hlífðargleraugu/andlitsgrímu. V46 Leitið umsvifalaust læknis eftir inntöku og sýnið umbúðir eða umbúðarmerkingar. Þessar leiðbeiningar eru byggðar á eftirfarandi reglum: 498/1996 Reglur um öryggisleiðbeiningar vegna efnanotkunar á vinnustöðum. 236/1990 Reglugerð um flokkun,merkingu og meðferð eiturefna,hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni. 48/1994 Mengunarvarnareglugerð(með breytingum 378 og 536/1994).


Lokaorð um leysiefni

Mikil vinna er lögð í það út um allan heim,að útrýma leysiefnum sem og öðrum skaðlegum efnum úr málningarvörum. Sífellt koma á markað málningarvörur þar sem notað er vatn í stað sterkra leysiefna. Enn er þó langt í að hægt sé að nota vatn sem þynnir í allar málningartegundir, og á meðan verðum við að læra að umgangast leysiefnin á þann hátt að sem minnstur skaði hljótist af. Þetta má gera með:a. Mikilli loftræstingu. b. Notkun gasgríma og annarra hlífðartækja. c. Réttri merkingu umbúða.of.fl. Einnig þarf að upplýsa almenning mun betur um þær hættur sem leysiefni hafa í för með sér. Takist þetta verður því varla trúað að nokkurri mannveru detti í hug að snefja leysiefni.


Vatn er nauðsinlegt til að hreinsa eiturefni úr líkamanum

Jafnvel þótt líkaminn sé 70% vökvi drekka fæstir nægilega mikið af vatni. Fólk á aldrei að vera þyrst nema eftir erfiðar æfingar (hálftíma trimm). Maður á að drekka nóg vatn yfir daginn til að halda nægum vökva í líkamanum. *sljóvgun*höfuðverk*hægðartregðu*liðagigt*meltingartruflun*húðþurrki. Næg vatnsneysla getur einnig slegið á hungurtilfinningu og þar af leiðandi borðar maður minna. Oft er svengd einfaldlega merki um þorsta. Þegar fagfólk í heilsugeiranum ráðleggur fólki að drekka átta glös af vatni daglega,þá þýðir það vatn,ávaxtasafa,súpu eða gosdrykk. Ávaxtasafi,súpa og jurtate innihalda næringarefni sem krefjast úrvinnslu. Svart te og vínandi valda í raun þornun í líkamanum. Daglegur skammtur vítamína og steinefna sem mælt er með byggist á þörf líkamans og tengir ekki næringarinnihaldi fæðu eða vatn. Daglegur skammtur steinefna sem líkaminn þarfnast fer eftir gæðum og uppruna þess vatns sem drukkið er. Allir líkamshlutar þarfnast vökva til að geta starfað eðlilega,þar með taldir vöðvar og sinnar. Líkaminn losar sig við vökva í gegnum efnaskipti og þarfnast því stöðugs vökvaforða. Heilsuhandbók blaðsins New York Times (Guide to Personal Health) kemst að þeirri niðurstöðu að drykkir með samsett um næringarefnum,eins og mjólk,sætir gosdrykkir og saltir safar með tómötum,flokkist frekar undir matvæli en drykki. Verið þess minnug að 4-5% vökvatap líkamans leiða til 20-30% minni starfsgetu .


Fimm mikilvæg atriði vegna frammistöðu í starfi

Frammistaða í starfi ræðst af fimm mikilvægum atriðum: Hollustu,frumkvæði,einurð,samskiptahæfni og umbótavilja * Það þjónar hagsmunum þínum og vinnustaðarins að sýna bæði verkefnum og vinnustaðnum hollustu. * Einurð,úthald og umbótavilji eru ekki síður mikilvægir þættir. Vertu vakandi fyrir umbótum og framförum á þínu verksviði. * Taktu frumkvæði og hafðu alltaf í huga hvernig bæta megi þjónustu,vinnuaðferðir eða vinnuaðstöðu. * Leggðu alúð við dagleg samskipti á vinnustaðnum og hugaðu að þáttum sem styrkja liðsheildina og vinnuandann. * Líttu á sanngjarna gagnrýni sem tækifæri til þess að bæta frammistöðu þína í starfi.


Nýtt: Málarameistarafélag Reykjavíkur er nú Málarameistarafélagið

Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað 26 febrúar 1928. Aðal formaður um stofnun var Einar Gíslason málarameistari og voru stofnfélagar 16 talsins.Fyrsta sjórn félagsins var þannig skipt : formaður Einar Gíslason,ritari Ágúst Lárusson og gjaldkeri Helgi Guðmundsson. Fyrsta baráttumál félagsins var að gera verðskrá fyrir málar. Einnig var öðrum málarameisturum kynntir kostir þess að vera í félaginu. Í byrjun gekk á ýmsu í samskiptum við byggingameistara sem í mörgum tilfellum vildu sniðganga málarameistara. Segja má að alltof oft nú 75 árum síðar komi upp þessi gömlu vandamál,sem okkur málarameisturum finnst að ættu að tilheyra fortíðinni. Á árinu 1995 hóf félagið baráttu fyrir löggildingu málarameistara,en sú barátta gekk ekki þrautalaust fyrir sig. En þann 21 desember 2001 vannst sigur í þessu mikilvæga máli málarameistara. Breyting á 37.gr.byggingarreglugerðar nr.4. var samþykkt í Umhverfisráðuneyti. Hljóði reglugerðin fyrir breytingu svona: Meistarar sem taldir eru upp í 38.-45.gr. og bygginarstjóri hefur tilkynnt byggingafulltrúa um að taki að sér ábyrgð á verki,skulu staðfesta ábyrgð sína fyrir byggingafulltrúa á þeim verkþáttum framkvæmdar sem er ábyrgðasvið þeirra.Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en framkvæmdir á viðkomandi verkþætti eru hafnar. Sú breyting var gerð á síðustu málsgrein reglugerðarinnar og er hún nú svohljóðandi: Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. þetta þýðir að þegar teikningar eru lagðar fyrir byggingarfulltrúa þarf uppáskriftir þeirra iðnmeistara sem að verkinu koma þar á meðal málarameistarar með löggildingu. Málarameistarafélagið hefur á síðustu misserum blásið til sóknar í að vekja athygli á markaðssókn félaginu og félagsmönnum innan Málarameistarafélagsins. Er þetta liður í markaðssókn félagsins og baráttunni við ófaglærða. Félagið heldur úti myndarlegri heimasíðu þar sem reynt er að miðla ýmsum upplýsingum bæði til félagsmanna og annara gesta. Slóðin á heimasíðunni er www.malarar.is og hvetjum við alla sem þurfa upplýsingar um félagið eða félagsmenn að skoða hana. Vegna breyttra tíma og að landið er nú eitt vinnusvæði þótti nauðsynlegt að stofna landsfélag málarameistara. Haft var samband við málarameistar á landsbyggðinni og voru undirtektir þeirra um stofnun landsfélags mjög jákvæðar. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og á aðalfundi félagsins 6 maí 2003 var stofnað landsfélag samþykkt og heitir félagið nú Málarameistarafélagið.


Ákvæðisvinna/Uppmæling

Þeir meistarar sem hafa reynslu af uppmælingunni láta vel af henni og nota hana óspart sem verksjórnartæki.það er nefnilega ljóst að málarar sem ekki halda sig við efnið í uppmælingu bera lítið úr býtum.Ávinningur verkkaupans er hins vegar sá að verktíminn verður styttri en ella og hann greiðir fyrirfram ákveðið verð fyrir vinnuna.Sú gagnrýni heyrist stundum að hraðinn í uppmælingunni komi niður á verkgæðum en það er á misskilingi byggt tel ég.það er einmitt þannig að ef menn vilja hafa gott kaup í mælingu verða þeir að vanda til verksins því ef eitthað fer úrskeiðis verða menn að laga það á eigin kostnað.í raun og veru byggist þetta fyrst og fremst á því að menn vinni vel og skipulega.Á hinn bóginn gerir uppmælingin þá kröfu til atvinnurekenda og verkkaupa að allur undirbúningur sé í lagi og aðföng gangi greiðlega fyrir sig,þannig að verkið gangi sem mest hindrunarlaust fyrir sig.Þannig drífur mælingin alla áfram,yfirleitt með þeim árangri að mennirnir fá gott kaup en verkkaupinn vel unnið verk á skemmri tíma en ella.


Staðlar gegn stressi !

Stressið grasserar í öllum greinum atvinnulífsins.líkt og dauðinn sjálfur nær það jafnt til þeirra sem vinna á gólfinu,segir í grein í tímaritinu ISO Management Systems.Stessinu fylgir stórkostlegur heilsufarsvandamál.Má þar nefna spennu,kvíða,þunglyndi,háls-bakverk,hjartaslag,sykursýki og magasár,segir þar jafnframt.Íljósi þessa hefur Staðlaráð Íslands kynnt þrjár nýja staðla.Sá fyrsti heitir ISO 10075-1 og er skilgreining á hugtökum sem tengjast andlegum þáttum stessins.Annar heitir ISO 10075-2 og lýtur að lýsingum á tækjabúnaði og tólum á vinnustöðum sem dregið geta úr stessi.Sá þriðji hefur nafnið ISO 10075-3 og er í hönnun.Staðlarnir fást hjá Staðlaráði Íslands.


Gerið ávalt verksamninga um verkin

það er góð regla að gera verksamning á milli verkkaupa og verktaka þar sem fram koma helstu atriði varðandi verkið. Verksamningurinn getur komið að góðum notum ef upp koma deilur milli aðila varðandi vinnu við verkið.Í verksamningi er æskilegt að auk verðsins komi fram ítarleg verklýsing þar sem tilgreindir eru allir þeir þættir sem tilheyra skuli verkinu.Auk þess er æskilegt að í verksamningi komi fram atriði eins og tímasetning verksins,á hvaða tímabili það skuli unnið og hvenær því skuli endanlega lokið.Hvernig haga skuli málum ef upp koma ófyriséð aukaverk eftir að verkið hefur hafist handa og hvernig greiðslum fyrir þau skuli háttað og annað sem skipta kann máli við framkvæmd verksins.


Iðnaðarlög

Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafa þeir einir,er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni.10.gr.Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3.gr.,hefur lokið sveinsprófi,unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla.Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngit starfi hjá meistara en lögregustjóri skal gefa viðkomandi félagi iðnaðarmanna,m.a.landssamtökum meistara og sveina,kost á að segja álit sitt á því hvort völ sé á slíku starfi.Sama gildir í iðngreinum þar sem ekki er starfandi meistari eða þar sem sveinn á af öðrum ástæðum sannanlega engan kost á starfi.


Gerviverktaka

Orðið gerviverktaka er notað um þá vaxandi tilhneigingu sem gætt hefur á undanförnum árum að breyta hefðbundnum launastörfum í verktakastörf.Í fæstum tilfellum er um eiginlega verktakasamninga að ræða enda einkennast þeir af því að viðkomandi verktaki tekur að sér að vinna ákveðið verk,á ákveðnum tíma,fyrir umsamda greiðslu en ræður að öðru leyti vinnutilhögun,vinnutíma og hvort hann vinnur verkið sjálfur eða fær aðra til þess.Gerviverktakar eru í raun launafólk sem hefur afsalað sér mikilvægum félagslegum réttindum. Þegar launafólk ræður sig sem verktaka er það ekki aðeins að fórna margvíslegum félagslegum réttindum heldur er það einnig í mörgum tilfellum að hlunfæra sjálft sig þótt útborguðum krónum fjölgi.Mörg fyrirtæki sjá sér hag í að ráða fólk sem verktaka til þess að komast hjá því að standa sjálf skil á lögbundnum gjöldum starfsmanna sinna og losna undan þeim skyldum sem gildandi kjarasamningar og lög um starfskjör launafólks leggja þeim á herðar.Fólki er því boðin hærri greiðsla fyrir unna vinnu en sú tala ein og sér segir ekkert um endanleg kjör.Verktakar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og verða því að standa skil á lögboðnum gjöldum og sköttum,halda utan um rekstur sinn og haga honum þannig að þeir geti sjálfir staðið undir veikindadögum,orlofi,tryggingum,lífeyrisgreiðslum og mörgu fleiru.


Þar sem börn eru á ferð

Í málningu eru mörg efni og mörg þeirra geta verið hættuleg.Málið húsgögn og veggi þegar börnin eru ekki heima,loftið vel á meðan.Gangið vel frá penslum,sem settir eru í bleyti í þynni eða terpentínu,með því að setja lok eða plast yfir dósina og koma henni fyrir þar sem börn ná ekki til.Veljið umhverfismerkta málningu ef kostur er.


Tímastjórnun -tæki til að ná betri árangri

Góð tímastjórnun getur leitt til þess að þú Átt betra með að ná markmiðum þínum. Framkvæmir meira á skemmri tíma. Nærð meiri og betri árnangri í vinnu. Mínkar streitu og álag. Hefur meiri tíma í stjórnunarverkefni. Átt meiri tíma. Eyðir meiri tíma í mikilvægustu málin .


Hitastig við málun utanhúss

Bestur árangur næst ef málað er við 15-25c.Aftur á móti eru ekki margir dagar á ári,þar sem íslensk veðrátta býður upp á slíkar aðstæður.Yfirleitt verðum við að gera okkur að góðu lægra hitastig.Þess ber þó að gæta,að vatnsmálning má ekki nota við hitastig undir +5c né má hún frjósa.Hitastig flatarins skal alltaf vera a.m.k.3 gráður yfir daggarmarki.


Vanræksla á viðhaldi fjöleignahúsa !

Vanræksla á viðhaldi Valdi og vilja meirihlutans eru takmörk sett ef athafnaleysi hans fer í bága fer við heill hússins. Meirihlutinn getur ekki til lengdar staðið gegn brýnu og nauðsynlegu viðhaldi ef húsið liggur undir skemmdum. Vilji hann ekki eða dragi úr hömlu að ráðast í framkvæmdir þótt húsið og íbúðir þess liggi undir skemmdum, þurfa einstakir eigendur ekki að una því. Húsið á ekki að níðist niður í skjóli eða fyrir vanrækslu meirihlutans. Getur minnihlutinn og jafnvel einstakir eigendur þá að vissum skilyrðum uppfylltum ráðist í framkvæmdir á kostnað allra eigenda.


Hagur að halda við fasteigninni

Viðhaldshvetjandi Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100% af vinnu á byggingarstað), eins með því að auka og hækka viðhaldslán Íbúðarlánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds.


Um gerviverktöku og fastráðningarsamband

Ákvæði um gerviverktöku og fastráðningarsamband í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins •Fastráðningarsamband er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði Starfsmenn í skilningi kjarasamnings þessa eru þeir sem ráðnir eru til að gegna störfum undir stjórn atvinnurekenda á umsömdum vinnutíma við úrlausn þeirra verkefna, sem atvinnurekandi mælir fyrir um og á hans ábyrgð. •Laun og önnur réttindi Starfsmenn skulu fá greidd laun en ekki verktakagreiðslur og njóta annarra réttinda í samræmi við ákvæði kjarasamninga og laga. •Verksamningur í stað ráðningarsamnings Verksamningi skal ekki beitt í stað ráðningar starfsmanna nema í þeim tilvikum að um verktöku sé að ræða og fyrir liggi verksamningur samanber yfirlýsingar um verktakastarfsemi sem fylgir kjarasamningi Samiðnar . •Eftirlit á vinnustöðum Samtök atvinnulífsins og Samiðn eru sammála um að vinnustaðaeftirlit sem byggir á lögum nr. 42/2010 um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, taki einnig til eftirlits með gerviverktöku. Eftirlitsfulltrúi hefur heimild til að krefja alla starfsmenn í byggingastarfsemi um vinnustaðaskírteini og verksamninga ef það á við. •Sáttanefnd Vísa má meintum brotum á ákvæðum um gerviverktöku til sérstakrar sáttanefndar samningsaðila til umfjöllunar ef aðilar sammælast um það sbr. 2 gr. laga nr. 55/1980, áður en efnt er til málsóknar í Félagsdómi. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu innan tveggja vikna frá því að máli er vísað til hennar. •Helstu einkenni verksamninga –Verktaki vinnur sjálfstætt fyrir verkkaupa samkvæmt verksamningi þeirra á milli –Verkið skal unnið á tilteknum tíma –Verkið skal unnið fyrir umsamið eininga- eða heildarverð –Verktaki er ekki undir verkstjórn annarra og notar ekki verkfæri og aðstöðu atvinnurekanda nema um sé samið sérstaklega –Verktaki er ekki skyldugur til að vinna verkið sjálfur •Helstu einkenni vinnusamnings/ráðningarsamnings –Samningur milli launþega og atvinnurekanda um tiltekna vinnu –Launþegi fær föst vinnulaun á umsömdum tíma í hlutfall við lengd vinnutíma –Launþegi hlítir verkstjórn og notar verkfæri og aðstöðu atvinnurekanda –Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er á milli á launamanns og atvinnurekanda •Vinnustaðaskírteini Launaþegar og verktakar skulu bera vinnustaðaskírteini þar sem fram kemur nafn, kennitala, og hvort um starfsmann eða verktaka er að ræða, nafn og kennitala atvinnurekandans.