VANRÆKJUM EKKI VIÐHALDIÐ !

Hlutverk viðhalds er að koma í veg fyrir tjón. Að því leyti má líkja reglubundnum endurbótum og viðhaldi við vátryggingar. Einnig er hægt að líta á það með svipuðum hætti og litið er á forvarnarstarf í heilbrigðismálum. Hugsunin er í öllum tilvikum sú sama - að bregðast rétt við í tíma. Þrátt fyrir augljós rök fyrir því að láta verðmæti ekki drabbast niður blasa dæmi um vanrækt viðhald allt of víða við. Athygli hefur beinst að opinberum byggingum sem eru í niðurníðslu vegna þess að stjórnvöld hafa skorið niður fram - kvæmdafé til endurbóta og viðhalds með þeim afleiðingum að mannvirki geta legið undir skemmdum eða eru nánast ónýt þegar hafið er handa um endurbætur. En það vantar víða en hjá hinu opinbera að viðhaldi og endur - bótum sé sinnt með sómasamlegum hætti. Það á bæði við um íbúðarhús - næði fólks og atvinnuhúsnæði. Sem betur fer eru margir sem hafa skilning á mikilvægi viðhalds og endurbóta. Nú er rétti tíminn til að taka á málum, meðal annars vegna þess að þegar þensla er með minnsta móti í þjóðfélaginu og þá gefst almenningi og stjórnendum fyrirtækja og stofnana vonandi betra tóm til að hugsa sinn gang.


NOTIÐ RÉTTU EFNIN

Til að góður árangur náist þarf að nota réttu efnin og fara að leiðbeiningum framleiðanda. Árangur málunar verður aldrei meiri en undirlagið leyfir. Því verður að vinna undirvinnuna með markvissum hætti og tryggja að aðstæður séu í samræmi við það sem ráðlagt er þegar sjálf málunun fer fram. Við mat á viðhaldsaðgerðum er ráðlegast að leita upplýsingar hjá fagmönnum eða öðrum kunnáttumönnum. Kanna þarf á hvaða stigi viðhaldsþörfin er og hvort hún sé tilkomin vegna galla eða skemmda í byggingunni. Vandaður undirbúningur tryggir árangur og endingu. Leiðbeiningar framleiðenda miðast ávallt við að hámarksárangur náist.


UNDIRBÚNINGUR SKIPTIR SKÖPUM

Þeir eru ótrúlega margir sem orðið hafa fyrir þeirri reynslu að horfa upp á málningu flagna af svo til nýmáluðum húsum. Oft er málingunni kennt um en sannleikurinn er oftast sá að undirvinnan hefur verið vanrækt með þeim afleiðingum að málningin endist allt að þrisvar sinnum skemur en eðlilega má telja. Góð útimálning á að endast í 5 til 8 ár sé rétt að verki staðið. Markmiðið með góðri undirbúningsvinnu er að lengja líftíma málningar og menn skulu hafa í huga að lengi býr að fyrstu gerð.


STEINVEGGIR UTANHÚSS

Þegar steinhús er endurmálað er mikilvægt að kanna ástand hússins fyrst af öllu. Er um eðlilega veðrun að ræða eða hafa einhverjar steypuskemmdir komið fram? Ef um steypuskemmdir er að ræða er best að leita til sérfræðinga og láta gera við skemmdirnar. Það er skammgóður vermir að mála yfir skemmdirnar því þær koma fljótt í ljós aftur hversu góð sem málningin er og þegar upp er staðið verður það dýrasta lausnin. Ef engar skemmdir eru fyrir hendi þar að snúa sér að því að fjarlægja alla lausa, gamla málningu. Menn mega ekki láta villa sér sýn þótt gamla málningin virðist vera föst því oft er viðloðun hennar ekki nema hluti af því sem hún þarf að vera og hún gæti flagnað af eftir 1 eða 2 ár. Þess vegna er nauðsynlegt að hreinsa allt húsið með háþrýstiþvotti. Lokaþáttur undirbúningsvinnunnar er að grunna alla bletti og skellur með sílanefnum. Það er margt sem þarf að varast þegar málað er á nýjan stein. Hann þarf til dæmis að fá að standa minnst einn mánuð áður en málað er. Fyrst þarf að sílanbaða alla fleti sem eru áveðurs eða mikið mæðir á. Sílan er dýrt efni og því ekki nauðsynlegt að bera það á veggi sem standa algjörlega í skjóli. Best er að sprauta sílanefninu á vegginn við lágan þrýsting í kyrru veðri. Sílan er rokgjarnt efni og það má ekki bera það á í sólskini og vindi. Veggir sem steyptir hafa verið í lokuðum flekamótum, bjóða hættunni heim ef menn gá ekki að sér. Á veggjunum geta verið mótaolía og oft er fínleg sementshúð á þeim, með svipaða eiginleika og sementsmálning sem notuð var fyrir nokkrum áratugum. Akrýlmálning flagnaði af ef málað er beint yfir slíka húð. Því þarf að minnsta kosti að háþrýstiþvo alla veggi, sem steyptir hafa verið með ólokuðum flekamótum, áður en þeir eru málaðir eða hraunaðir. Því miður hefur þess ekki verið gætt eins og skyldi og því er málning að flagna af mörgum nýlegum húsum. Gott er að nota sílanefni á pokapússaða fleti til að binda yfirborðið betur, þá mála yfir með einni umferð af terpentínuþynnanlegri utanhússmálningu og að lokum með vatnsþynnanlegri utanhússmálningu. Láréttir fletir svo sem stallar, sillur og jafnvel vatnsbretti, valda jafnan erfiðleikum og vatn, sem liggur á þeim, leitar niður í steininn og veldur skemmdum. Alla slíka fleti þarf að sílanbera vel og nota sérstök málningarkerfi sem loka steypunni.


TRÉVERK UTANHÚSS

Tréverk er vandmeðfarið. Ýmis mistök eru ótrúlega algeng svo sem að mála á rakan við, gagnvarið efni er látið standa of lengi útivið áður en viðarvörn er borin á það og loks eru oft notuð viðarvarnarefni með of litlum litarefnum. Best er að láta viðinn þorna þar til rakastigið er um 17% áður en málað er. Annars er hætta við því að viðloðun verði ekki góð og málningin flagni af. Til eru sérstakir mælar til að mæla rakann. Allan nýjan við þarf að grunna, bæði gagnvarinn sem ógagnvarinn. Nauðsynlegt er að gegndreypa sár eftir sögun og nagla til þess að vatn eigi ekki greiða leið þar inn. Af gömlum við þarf að skafa alla lausa málningu og grunna aftur bera bletti. Margir vilja varðveita upprunaleika viðarins og nota því glært viðarvarnarefni útivið eða láta grunnviðarvörnina duga. Þetta geta verið dýrkeypt mistök því glær viðarvörn hleypir geislum sólar í gegnum sig. Sólarljósið gerir það að verkum að viðurinn morknar og gránar. Það brýtur líka niður glæru málningarfilmuna og opnar leið fyrir vætu og raka. Ef ekkert er að gert skemmist tréverkið á nokkrum árum. Því er nauðsynlegt að nota alltaf litað viðarvarnarefni og bera að minnsta kosti tvær umferðir af viðarvarnarefni á grunnvarinn við eins fljótt og kostur er. Láréttir fletir eru sérstaklega erfiðir og sums staðar eru þeir aldrei til friðs þegar notuð eru hefðbundin viðarvarnarefni. Til er önnur lausn og haldbetri, þ.e að nota tréolíu. Tréolía hentar einnig vel þar sem halda á upprunalegu útliti viðarins á sólpöllum eða skjólveggjum . Áður en tréolían er borin á þarf að grunna með Grunnfúavara ef þrýstivarinn viður er ekki notaður. Hins vegar má ekki mála yfir tréolíu með öðrum viðarvarnarefnum.


JÁRN BÁRUJÁRN UTANHÚSS

Nýt bárujárn þarf að veðrast í 1-2 ár áður en það er málað. Ómálað zinkhúðað járn skal grunna með Ætigrunni og síðan með þakmálningu. Gamalt málað zinkhúðað járn þarf að hreinsa vel með vírbursta, vatnsskolun og háþrýstiþvotti. Ekki má gleyma að hreinsa lágbáruna á bárujárni. Ryðgað járn þarf að meðhöndla sérstaklega vel með vírbursta, háþrýstiþvotti eða sandblæstri þar sem því verður við komið. Grunnað er með Olíumenju. Fátt er ljótara að sjá ryðtauma á veggjum frá svala og stigahandriðum. Besta ráðið til að losna við slíkt er að kaupa vandað efni í upphafi. Ryðvörn eftir á er tímafrek, leiðinleg og undir hælinn lagt hvort hún takist fullkomlega.


STEIN, TRÉ OG JÁRN UTANHÚSS

Hér hefur verið stiklað á stóru um undirbúning undir málningarvinnu á stein, tré og járn. Það er aldrei of vel brýnt fyrir fólki að vanda undirvinnuna og mikilvægt er að fólk kynni sér vel leiðbeiningar á umbúðunum og afli sér upplýsinga hjá sérfróðu fólki áður en ráðist er í málningarvinnu. Ef menn mála án nægilegrar undirvinnu fer allt fljótt í sama farið aftur. Það er nefnilega ekki hægt að mála yfir vandann. Því er gott að leita til fagmanna sem hafa mikla reynslu og þekkingu í sínu fagi og metnað til að skila af sér góðri fagvinnu.


RÉTTI TÍMINN

Mikilvægt er að velja heppilegan tíma til viðhalds. Í samdrætti er hagkvæmt að huga að viðhaldi. Í efnahagslífinu skiptast á þensla og samdráttur. Óhagstætt er að vinna að viðhaldi í þenslu. Þá er mikið um verklegar framkvæmdir og vinnan þess vegna dýr. Á samdráttartímum er meiri samkeppni. Með því að kaupa viðhaldsvinnu einmitt þá má oft spara 15 - 25% Á samdráttartímum hafa menn oft mikinn tíma aflögu sem má nota til að dytta að húsnæði, mála og lagfæra. Samdráttartímar eru ekki síst heppilegir fyrir opinber viðhaldsverkefni. Viðhald er mjög heppilegt fyrir ríkið í efnahagssamdrætti. Þá ætti að gera stórátak í viðhaldi bygginga. Viðhaldskostnaður er að mestu leyti laun því efniskostnaður er tiltölulega lítill. Það fé sem fer í viðhald skapar því mikla atvinnu.


HEPPILEGUR ÁRSTÍMI

Þótt sumarið og vorið séu þeir tímar ársins sem hentugastir eru til að sinna viðhaldi utanhúss, er haustið engu að síður mikilvægt. Á haustin gefst góður tími til að undirbúa verkið vel, auðveldara er að ná í verktaka og oft og tíðum er hægt að ná hagstæðum samningum ef menn láta bjóða í verk með nógu góðum fyrirvara.


Af hverju málarameistara?

Málarameistarar hafa langa og víðtæka reynslu í málun og viðhaldi húsa og þeir vinna með innlendum málningarframleiðendum að vöruþróun. Með því að skipta við málarameistara stendur húseigendum til boða verkþekking fagmannsins og tækniþekking verksmiðjanna, við málun jafnt nýrra sem eldri húsa. Málarameistarinn er fús að leiðbeina um rétt efnisval, aðstoðar við litaval og ráðleggur um mismunandi áferð og yfirborðsmeðferð ólíkra byggingahluta.


DAGATAL MÁLARAMEISTARANS

 


Janúar-apríl

Byrjun árs er góður tími til að láta mála innanhúss. Jólatörnin er að baki en framundan eru páskar og e.t.v. fermingar. Um þetta leyti er rétti tíminn til að tryggja sér verktaka fyrir sumarið.


Maí-september

Vor og sumar er tími útimálunar. Sumarið er stutt, þess vegna er mikilvægt að nýta það vel við málun á járni, steini eða tréverki. Látið fagmenn um fagvinnuna. Fólk tekur áhættu með því að mála sjálft. Verkið getur auðveldlega misheppnast og slysahætta er veruleg.


Október-desember

Vegna betri efna er hægt að vinna lengur við utanhússmálun en áður var. Haustið er rétti tíminn til að leggja drög að málun fyrir jól. Íslendingar eyða meiri tíma innanhúss en aðrar þjóðir, sérstaklega á veturna. Vel máluð híbýli í réttum litum eru því nauðsyn en ekki munaður.


HAGSMUNIR EIGENDA BEST TRYGGÐIR HJÁ FAGAÐILUM

Við höfum hugsað okkur að hafa sjálf samband við verktaka og hjálpast að við að hafa eftirlit með framkvæmdunum. Hvað getum við gert til að tryggja okkur fyrir því að viðhaldsframkvæmdirnar fari ekki úr böndunum ? Nú er vorið á næsta leiti og eitt af því sem þá lifnar við eru vangaveltur um viðhaldsframkvæmdir hjá húseigendum. Viðhaldsframkvæmdir eru alvarlegt mál og allt of margir hafa kynnst þeirri sáru og dýrkeyptu reynslu þegar slíkar framkvæmdir fara úr böndunum. Þegar fólk fer að huga að viðhaldi eigna sinna vakna fljótlega tvær spurningar: - Hvað get ég gert sjálf/sjálfur ? - Hvar fæ ég hjálp ? Ef fólk býr í sérbýli getur það vissulega gert ýmislegt sjálft með ráðgjöf og aðstoð fagmanna. Með árlegu eftirliti getur húseigandinn fylgt með ástandi ytra byrðis, þaks, glugga o.s.frv. Ef yfirborðsfilman er farin að rofna fer vatn að komast að steypu, járn og timbri og hrörnun fer í gang. Til þess að hindra frekari hrörnun þarf eigandinn strax að verða sér úti um viðeigandi efni og laga málningarskemmdir, ryðbletti og þess háttar.


UNDANBRÖGÐ VARASÖM

Búi fólk hins vegar í fjölbýli er málið orðið talsvert flóknara. Menn telja reyndar oft að þeir geti séð um viðhaldsframkvæmdirnar sjálfir. Margir reyna hina alþekktu en stórvarasömu ,, undanbragðaleið." Þá ráða menn gjarnan lærlinga eða ófaglærða, borga þeim svart og sykurlaust og gera í stuttu máli allt í lágmarki og með undanbrögðum. Þessi aðferð sparar mönnum oft einhverja peninga þegar til skamms tíma er litið en reynist kostnaðarsöm þegar upp er staðið þar sem gæði verksins eru lítil. Verkkaupandinn hefur heldur enga reikninga í höndunum sem sanna að verkið hafi verið unnið og missir því lögbundinn rétt til að kvarta yfir framkvæmd verksins.


LEITA TIL FAGAÐILA

Staðreyndin er hins vegar sú að ef leitað er til ráðgjafa fagaðila, hvort sem um er að ræða Samtök iðnaðarins, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins eða verkfræðistofu sem sérhæfð er í viðhaldi fasteigna, þá eru þeir sammála um hvernig hagsmunir húseigenda verða best tryggðir. Lykilatriði eru. 1) vönduð úttekt á húsinu, verklýsing og gerð útboðsgagna, 2) vel skilgreint og skilvirkt eftirlit með framkvæmdum, 3) samningar við verktaka séu í samræmi við ÍST 30, þ.e. Almenna útboðs-og samningsskilmála um verkframkvæmdir. Þar er kveðið á um verktryggingar, geymslufé og fleira í þeim dúr.


Svört vinna-reikningslaus viðskipti eru lögbrot og stórvarasöm

Því miður eru töluverð brögð að reikningslausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er eingin. Einnig er mikilvægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu við nýsmíði,endurbætur og viðgerðir á húsnæði,ef reikningar frá verktaka eru fullgildir.


Forðist fúskara eins og heitan eld-vandið val verktaka

Húseigendum er rétt að forðast eins og heitan eldinn að eiga viðskipti við aðila sem ekki hafa fullnægjandi fagréttindi og rétt til að starfrækja fyrirtæki.Að velja verktaka er ekki auðvelt verk.Alls ekki er víst að sá sem býður lægst sé með hagstæðasta tilboð.Notar hann rétt efni? Er hann vandaður og traustur? Má treysta því að hann hafi fjárhagslegt bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann með langan skuldahala á eftir sér? Afla þarf upplýsinga um þessi atriði þegar verktaki er valinn.Skoða ber alla þætti sem þýðingu geta haft en ekki bara einblína á tilboðsfjárhæðina.það er hægurinn fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða lágt og lofa miklu.Um það vitna sorglega mörg dæmi.


Kostnaður vegna framkvæmda

Kostnaður vegna framkvæmda við viðhald og endurbætur í fjölbýlishúsum nemur ekki ósjaldan hundruðum þúsunda kr. á íbúð og enn hærri fjárhæðir,þegar um myndarleg einbýlishús er að ræða.Það skiptir því miklu máli,að rétt sé að öllu staðið,ákvörðunum sem öðrum undirbúningi.Ekki er ráð nema í tíma sé tekið varðandi ákvarðanatöku,einkum í stóru húsfélögunum,en oft vill það brenna við,að ekki sé leitað tilboða í verk og það jafnvel í stór verk,fyrr en komið er sumar.Slíkt hefur þann annmarka,að verktakarnir,sem sinna þessu sviði hvað best,skipuleggja verkefni sín fyrirfram og ráðstafa sínum tækjakosti og mannskap í samræmi við það.Þeir geta því átt óhægt með að bæta við sig verkefnum á mesta annatímanum.Fyrir húsfélögin getur þetta hæglega þýtt hærri tilboð og verkið dragist fram á haust.


Steinsteypa /viðhald

því miður er steinsteypan ekki það eilífðarefni,sem sumir héldu í upphafi.margir gera sér grein fyrir þessu og skilningur á nauðsyn góðs og reglulegs viðhalds hefur aukist til muna hin síðari ár." Það segir sig líka sjálft,að gott vihald skiptir miklu máli fyrir sölumöguleika íbúða og húsa og þá um leið fyrir verðgildi þeirra. Staðreyndin er sú,að huga þarf að viðhaldi húsa srax frá byrjun.þá verður vandinn miklu frekar viðráðanlegur á hverjum tíma en safna ekki upp,uns svo er komið að húsin liggja undir stórskemmdum og kosta þarf háum fjárhæðum til úrbóta,"


Fá bindandi tilboð í verkið

Best er að fá bindandi tilboð í verkið ,þá veit húseigandi eða húsfélag hver kostnaðurinn verður undir verklok.það verður að vera regla verkkaupa að greiða ekki fyrirfram hluta af kostnaði.Margir hafa tapað fé á því að greiða í upphafi t.d. efniskostnað,af því að verktakinn segist verða að byrja á því að kaupa svo og svo mikið af málningu eða öðru þvílíku.það er algjör óþarfi að greiða slíkt fyrirfram.við skulum hafa í huga að að ef við höfum rætt við verktaka með öll réttindi í lagi þá fær hann efnið keypt í heildsölu á sinn reikning og skrifar hjá sér.Þetta er öryggisatriði fyrir þann sem ætlar að kaupa verkið.Greiðið ekki fyrirfram!.


Góð ráð áður en hafist er handa

Gakktu ávalt úr skugga um að sá aðili sem þú skiptir við hafi tilskilin réttindi.Á hverju ári leita fjöldi fólks til Málarameistarafélagsins sem orðið hefur fyrir fjárhags-og eignartjóni vegna óvandaðra vinnubragða í viðhaldi fasteigna.Samkvæmt Iðnaðarlögum skulu löggildar iðngreinar ávallt reknar undir forustu meistara,en alltaf er þó nokkuð um að réttindalausir verktakar bjóði þjónustu sína.Erfitt getur reynst fyrir viðskiptavinn að sækja rétt sinn ef vandkvæði komi upp við verkið þegar réttindalausir menn eru annars vegar.


Skipulegðu viðhald á fasteigninni þinni með góðum fyrirvara.

það getur borgað sig að gefa sér góðan tíma til að leita tilboða í verkið. Gott er að nota vetrarmánuðina til þess að skipuleggja þau verk sem þarf að vinna utandyra yfir sumartímann því oft getur reynst erfitt að fá málaraneistara með stuttum fyrirvara á sumrin.


Endurgreiðsla VSK. frá RSK.

Mundu að þegar þú færð iðnaðarmann til að vinna við íbúðarhúsnæði þitt áttu rétt á endurgreiðslu á 60% af virðisukaskattinum af vinnunni. Umsóknir um endurgreiðslu má nálgast á vef Ríkisskattstjóra.Nota skal eyðublað RSK 10.18 vegna endurbóta eða viðhalds á íbúðarhúsnæði til eigin nota og eyðublað RSK 10.19 vegna vinnu í við nýbyggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Umsóknir ásamnt frumriti af reikningi skulu sendir til skattstjóra í vikomandi umdæmi.


 

 


Virðisaukaskattur endurgreiddur að fullu

Alþingi samþykkti nýverið lög um að endurgreiða megi allan virðisaukaskatt(alls 100%) af vinnu á byggingarstað,bæði við nýsmíði og viðhald á íbúðar og sumarhúsum Nýju lögin gilda til 1 janúar 2011. Sérstök athygli er vakin á því að lögin ná nú einnig til sumarbústaða sem er nýmæli.


Hvernig fæ ég endurgreitt ?

Til að fá endurgreiðslu á VSK. Það er einfalt að sækja um endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Eyðublöð má nálgast hjá skattstjóra.Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingarstað.Reikningarnir þurfa að vera sundurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar. Útfylltu eyðublaði og reikningum þarf að koma til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðisaukaskattinn.


Sprunguviðgerðir utanhúss

Steinsteypa hefur almennt séð lítið þanþol og á því til að springa við slíkt álag.Mikilvægt er að koma í veg fyrir frekari skemmdir með að huga að sprunguviðgerðum í tíma.Steypuskemmdir geta verið margþættar og mismunandi.Sprunguviðgerðir á steinsteypu eru algengar í steinsteyptum húsum á Íslandi .


Svört atvinna .

Skattsvik í formi svartrar atvinnustarfsemi eru talin nema 40 til 50 miljónum árlega.Fyrir vikið verður rikissjóður af miljörðum króna árlega,sem verða meðal annars til þess að færri vegir eru byggðir og minna fé aflögu til heilbrigðis-og mentamála. Ríkisskattstjóri sagði í fjölmiðlum að vísbendingar væru uppi um að svört atvinnustarfsemi hefði aukist í kreppuni.Hann áætlar að um 50 milljarðar króna fari árlega framhjá kerfinu en segir stefnt að því auka framlög til skattrannsókna . Í ljósi þess er skrítið hvað margir taki þátt í því að gefa ekki upp til skatts. Varðandi störf iðnaðarmanna er það nú þannig til að fyrirbyggja þessa iðju og að stiðja við bakið á húseigendum er nú allur virðisauki af vinnu endurgreiddur 100% til baka af ríkinu útt þetta ár 2011 er þó óljóst um framhald. En í ljósi þess að staða margra eigenda fasteigna er sú að þeir bera ábyrgð á viðhaldi fasteigna synna,sem þeir eiga sumir hverjir lítið í vegna skuldsetningar þá væri það afar samgjarn að ríkið kæmi á móts við eigendur í því að halda fasteigninni við svo að fasteigninn rýrni nú ekki í verði og er það ekki ábætandi miðað við þær spár um lækun fasteignaverðs. Vonandi veruð þessi endurgreiðsla til húsegenda haldið áfram eftir árið 2011.


Nýbyggingar ; Lögverndaðar iðngreinar

Til að framkvæmdin geti farið af stað þarf að hafa Byggingastjóra á verkinu og uppáskrifaða fagmenn sem kom að því að vinna verki þar á meðal Málarameistara.Þegar að málningarvinnu er komið er kaupanda skylt að skipta við þann sem hefur skrifað upp á verkið í byrjun,en hann getur jafnframt fengið aðra faglærða meistari til að bjóða í verkið ef að hann hefur ekki samþykkt tilboð frá honum. Ef hann fær hagstæðara tilboð frá öðrum meistara getur hann farið fram á að sá sem skrifaði upp á vekið í upphafi fari af verkinu. Eðublað til þess fæst hjá byggingarfulltrúum. Ástæðan fyrir því að fá meistara á verkið er sú að tryggja að aðeins faglærðir meistarar geti tekið að sér verkefnið og borið fulla ábyrgð á því. Þannig er kaupandanum tryggt það að hann geti leitað á Byggingastjóran sem er persónulega í ábyrgð fyrir því að verkið sé rétt unnið af fagmönnum sem bera ábyrgð á verkinu. Ef að verkið er ekki rétt unnið og gallar koma fram í verkinu sem má rekja til þess meistara sem hefur unnið verkið á byggingastjórinn að ganga þannig frá málum að meistarin lagi það á sinn kostnað ella verður gengið að tryggingum hans sem hann á að hafa sem byggingarstjóri á verkinu með þessu er verið að tryggja stöðu kaupanda að góðri vinnu .Meistari sem hefur skrifað upp á verk þarf að fylgja því eftir að ekki sé farið að vinna þá vinnu sem hann ber ábyrgð á og ganga þannig frá málum við verkkaupa að þegar er komið að hans þætti í verkinu verði haft samband við hann um framvindu verksins þá hvort að hann vinni verkið eða einhver annar ef svo er að annar aðili vinni verkið þarf hann að ganga úr skugga um það að hann sé með meistararéttindi það er gert af því að iðnaðarstörf eru lögverndaðar greinar annar fæst engin ábyrgð á verkinu .


Um réttindi iðnaðarmanna

Tilkynnig frá Skipulags-og byggingafulltrúa Þar sem borið hefur á því undanfarin misseri að réttindalausir aðilar taki að sér verkefni sem samkvæmt byggingarreglugerð nr.441/1998 heyra undi eftirlit skipulags-og byggingarfulltrúa,eru háð leyfi bæjaryfirvalda og tilskilinna réttinda iðnmeistara,vill Skipulags-og byggingarfulltrúi koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri: Einungis þeir iðnmeistarar sem hlotið hafa löggildingu eða staðbundna viðurkenningu geta tekið að sér verkþætti og borið ábyrgð á, gagnvart byggingaryfirvöldum og byggjanda að þeir séu unnir í samræmi við viðurkenda verkhætti,samþykkta uppdrætti, verklýsinga og lög og reglugerðir . Um ábyrgðarsvið iðnmeistara vísast að öðru leyti til reglugerðar um löggildar iðngreinar,námssamninga, Nafnalisti yfir iðnmeistara sem heyra undir bygginga-og mannvirkjagerð liggja hjá Byggingafulltrúum .


Vanræksla á viðhaldi húsfélaga

Ef að húseignin liggur undir skemmdum og að samstaða næst ekki um að fara í aðgerðir til að bjarga og koma í veg fyrir meiri kostnað vegna skemmda getur minnihluti eigenda farið fram á það að farið verði í framkvæmdir.(sjá húsfélagslög).Mikivægt er að komast að samgjarni niðurstöðu svo að allir geti búið sáttir undir sama þaki.


Skattafrádráttur .´Tímabundinn frádráttur vegna viðhaldsframkvæmda 2010

Nái nýtt frumvarp fram að ganga verður kostnaður vegna viðalds fasteigna frádráttabær frá skatti einstaklinga.Þetta er nýjung sem kemur til viðbótar 100% endurgreiðslu VSK. af vinnu á byggingastað. ,,Þetta er mikilvæg hvatning til einstaklinga sem hyggjast breyta eða bæta eigið húsnæði.Skattaafslátturinn nýtist líka fyrir þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í frá áramótum 2010 og það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem hyggja á viðhaldsframkvæmdir" því það er nóg af góðum iðnaðarmönnum á lausu sem hafa mikla reynslu við byggingar á Íslandi.En því miður er þetta tímabundin ráðstöfun og um að gera fyrir fólk í framkvæmdahug að grípa gæsina meðan hún gefst. Með þessu móti ætti að vera unnt að örva atvinnustarfsemi á sviði mannvirkjagerðar og um leið að draga úr svartri vinnu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að draga fjárhæð sem varið er til vinnu við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði til eigin nota og frístundahúsnæði frá tekjuskattsstofni að ákveðnu hámarki.Auk viðhalds fasteigna nær heimildin líka til vinnu vegna lóðaframkvæmda.Heimilt þessi mun koma til frádráttar tekjuskattsstofni við álagningu opinberra gjalda á árunum 2011 og 2012 vegna tekjuársins 2010 og 2011,að hámarki 200.000 kr.hjá einhleypingi eða 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki.


Hertar aðgerðir Vinnueftirlitsins

Flest alvarleg vinnuslys hér á landi verða í byggingariðnaði og við aðrar tímabundnar mannvirkjagerð.Þetta kem fram í slysaskrá og skýrslum Vinnueftirlitsins.Þrátt fyrir öflugt eftirlit og mikla áherslu á öryggi á byggingavinnustöðum hefur ekki náðst ásættanlegur árangur.Við eftirlit þarf ítrekað að gefa sömu fyrirmæli um þýðingarmikil öryggisatriði hjá sömu fyrirtækjunum á sömu vinnustöðunum.Í ljósi þessa hefur Vinnueftirlitið ákveðið að herða verulega eftirlit við verklegar framkvæmdir.í stað þess að banna eingöngu vinnu við ákveðna verkþætti,t.d.vegna ófullnægjandi fallvarna,getur verið gripið til þess ráðs að stöðva allar framkvæmdir á vinnusvæði aðalverktaka þar til nauðsynlegar úrbætur hafa verið gerðar. Vinnueftirlitið getur stöðvað fyrirvarlaust allar vinnuframkvæmdir á verkstað ef að t.d. Vinnupallar,fallvarnir og eða öðrum þýðingarmiklum öryggisatriðum er verulega áfátt.Einnig er kerfisbundið vinnuverndarstarf ekki fullnægjandi,m.a. er samræmingu öryggismála áfátt,öryggis-og heilbrigðisáætlun liggur ekki fyrir eða er ófullnægjandi.Ef aðstæður eru ekki fullnægjandi að mati Vinnufetirlitsins geta þeir látið stöðva allar framkvæmdir þar til fullnægjandi ÖH-áhælun liggur fyrir og skýrt hvernig samræmingu öryggismála verði háttað.þ.e. hjá öllum sem falla undir aðalverktaka/verkaupa.Vinna er heimiuð á ný þegar fyrirtækið hefur gert fullnægjandi úrbætur á því sem áfátt var og jafnframt tryggt að kerfisbundnu vinnuverndarstarfi hafi verið komið á í fyrirtækinu .Vinnufetirlitið hvetur verktaka til að tryggja að öryggismál allra starfsmanna séu í góðu lagi á þeirra vinnustöðum.Ef verktakar hafa áhuga á að kynna sér nánar þessar vinnureglur eða óskað er eftir frekari skýringum er hægt að hafa samband við umdæmistjóra Vinnueftirlitsins í viðkomandi umdæmi .


Vinnustaðaskírteini gengn félagslegum undirboðum

Frá og með 15.ágúst 2010 ber öllum launagreiðendum að sjá til þess að starfsmenn beri vinnustðaskírteini en þá tekur gildi samkomulag ASÍ og AS vinnustaðaeftirlit sem hefur það megin markmið að launagreiðendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum,reglugerðum og kjarasamningumþSkírteinunum er þannig ætlað að auðvelda eftirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara sem .eim ber og koma í veg fyrir félagsleg undirboð.Eftirlitsfulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðirins er heimilt samkvæmt samkomulaginu að heimsækja vinnustaði og ganga úr skugga um að starfsemin sé í samræmi við gildandi reglur og ber launagreiðanda og starfsmönnum hans að framvísa vinnustaðaskírteinum sé þess óskað af eftirlitsfulltrúa. Opnaður hefur verið vefur www.skirteini.is þar sem finna má upplýsingar um framkvæmd og leiðbeiningar um gerð skírteina.


100% endurgreiðsla af vinnu iðnaðarmanna

sjá www.allirvinna.is


Stöndum vörð um verðmæti fasteigna með viðhaldi

Samfara miklum nýbyggingarframkvæmdum er meðalaldur húsnæðis lágur hérlendis eða innan 30 ár. Viðhaldsþörf bygginga hefur því verið í lágmarki en fyrirséð er að þörfin fyrir viðhaldi og endurbyggingu muni fara stigvaxandi.Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi verðmæti fasteigna með reglubundnu og fyrirbyggjandi viðhaldi og endurnýjun.


Ástæður sem kalla á fagmenn

Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að mörgum viðgerðum fylgir ákveðin hætta,samanber há húsþök og gamlar raflagnir.Af öryggisástæðum getur því verið ráðlegt að fá fagmann til verksins.Einnig skipta gæði viðgerða máli.Ef það fer aftur að leka eða rafmagninu slær út,var það þá þess virði að gera allt sjálfur?Í vissum tilfellum er betra að verkið sé unnið vel til að ekki þurfi að gera við aftur og aftur. Þá er gott að bera saman kostnaðinn af því að ráða fagmann og þann tíma sem tekur að gera við upp á eigin spýtur.Ef þinn persónulegi tími er meira virði en fagmannsins þá tapast dýrmæt vinna og fé á eigin kostnað.ljóst er að í sumum tilvikum er einfaldasta leiðin að sjá sjálfur um viðgerðir og endurbætur-í öðru tilvikum ættu fagmenn að fá tækifæri til að ljúka verkinu af,fljótt og örgugglega.


Mannvirkjalög

Mannvirkjastofnun tók til stara ármamótin 2011 og sér um að fylgja lögunum eftir .Í lögunum kemur fram að í hlutverki Byggingastjóra felst míkil ábyrgð mun ítarlegri ákvæði en áður um hlutverk og skyldur.Hann er faglegur fulltrúi eigenda,framkvæmir innra eftirlit eigenda eftir útgáfu byggingaleyfis.byggingastjóri má ekki vera jafnframt hönnuður eða iðnmeistari viðkomandi mannvirkis(nema mannvirkið sé til eigin nota). Starfsleyfi-þrír flokkar byggingarstjóra,eftir gerð mannvirkis.Gæðastjórnunarkerfi fyrir 1 jan.2015. Breitingar á ákvæðum um hönnuði: Í aðalatriðum byggt á gildandi fyrirkomulagi.Hönnunarstjóri-þarf ekki að vera hönnuður aðaluppdrátta.Gæðastjórnunarkerfi frá 1 jan.2015.Hönnunarstjóri framkvæmir innra eftirlit eiganda á hönnunarstigi.Ákvæði um iðnmeistara er að mestu óbreytt: Gæðastjórnunarkerfi fyrir 1 jan 2015.tekið fram að málarameistarar og veggfóðrarameistarar þurfa ekki að skrifa upp á íbúðarhús,frístundahús o.þ.h.til eigin nota eiganda.


Ábyrgðarsjóður meistaradeildar byggingargreina

Íðnmeistarar sem eru innan vébanda Samtaka Iðnaðarinns settu á laggirnar árið 2010 í því augamiði að bæta vinnubrögð og auka gæði og skapa traust milli verktaka og húseigenda.Jafnframt hefur verið sett á fót úrskurðarnefnd á vegum meistaradeildar byggingarmanna innan Samtaka iðnaðarins,Húseigendafélagsins og Neytendasamtakanna til að leysa úr ágreiningsmálum vegna verka sem hér um ræðir. Aðeins er hægt að leita til úrskurðarnefndar ef að iðnmeistarinn er félagsmaður í Samtökum iðnaðarinns.


Verktakar a.t.h. í lögum 2011 Gerviverktakar/launþegi

Um gerviverktöku og fastráðningarsamband Ákvæði um gerviverktöku og fastráðningarsamband í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins •Fastráðningarsamband er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði Starfsmenn í skilningi kjarasamnings þessa eru þeir sem ráðnir eru til að gegna störfum undir stjórn atvinnurekenda á umsömdum vinnutíma við úrlausn þeirra verkefna, sem atvinnurekandi mælir fyrir um og á hans ábyrgð. •Laun og önnur réttindi Starfsmenn skulu fá greidd laun en ekki verktakagreiðslur og njóta annarra réttinda í samræmi við ákvæði kjarasamninga og laga. •Verksamningur í stað ráðningarsamnings Verksamningi skal ekki beitt í stað ráðningar starfsmanna nema í þeim tilvikum að um verktöku sé að ræða og fyrir liggi verksamningur samanber yfirlýsingar um verktakastarfsemi sem fylgir kjarasamningi Samiðnar . •Eftirlit á vinnustöðum Samtök atvinnulífsins og Samiðn eru sammála um að vinnustaðaeftirlit sem byggir á lögum nr. 42/2010 um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, taki einnig til eftirlits með gerviverktöku. Eftirlitsfulltrúi hefur heimild til að krefja alla starfsmenn í byggingastarfsemi um vinnustaðaskírteini og verksamninga ef það á við. •Sáttanefnd Vísa má meintum brotum á ákvæðum um gerviverktöku til sérstakrar sáttanefndar samningsaðila til umfjöllunar ef aðilar sammælast um það sbr. 2 gr. laga nr. 55/1980, áður en efnt er til málsóknar í Félagsdómi. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu innan tveggja vikna frá því að máli er vísað til hennar. •Helstu einkenni verksamninga –Verktaki vinnur sjálfstætt fyrir verkkaupa samkvæmt verksamningi þeirra á milli –Verkið skal unnið á tilteknum tíma –Verkið skal unnið fyrir umsamið eininga- eða heildarverð –Verktaki er ekki undir verkstjórn annarra og notar ekki verkfæri og aðstöðu atvinnurekanda nema um sé samið sérstaklega –Verktaki er ekki skyldugur til að vinna verkið sjálfur •Helstu einkenni vinnusamnings/ráðningarsamnings –Samningur milli launþega og atvinnurekanda um tiltekna vinnu –Launþegi fær föst vinnulaun á umsömdum tíma í hlutfall við lengd vinnutíma –Launþegi hlítir verkstjórn og notar verkfæri og aðstöðu atvinnurekanda –Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er á milli á launamanns og atvinnurekanda •Vinnustaðaskírteini Launaþegar og verktakar skulu bera vinnustaðaskírteini þar sem fram kemur nafn, kennitala, og hvort um starfsmann eða verktaka er að ræða, nafn og kennitala atvinnurekandans.


Hagur að halda við fasteigninni.

Viðhaldshvetjandi Í þenslunni miklu var þrautin þyngri að fá verktaka í viðhaldsverk. Grasið þótti grænna í nýbyggingum og viðhald húsa sat á hakanum. Nú er öldin önnur. Nú bítast þeir verktakar um viðhaldsverk sem áður fúlsuðu við þeim. Það er ljós í myrkrinu fyrir húseigendur að geta nú valið úr verktökum og náð góðum samningum. Stjórnvöld hafa líka gert ráðstafanir til hvetja til viðhalds og að örva viðhaldsgeirann með aukinni endurgreiðslu virðisaukaskatts (100% af vinnu á byggingarstað), eins með því að auka og hækka viðhaldslán Íbúðarlánasjóðs. Að þessu leyti árar vel til viðhalds.


Hlutverk og vald húsfélaga/stjórnar

Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varðveislu,viðhald,endurbætur og rekstur sameignarinnar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séregna og sameignar,sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist.Vald húsfélagsins er fyrst og fremst bundið við sameignina og ákvaranir sem varða hana.Húsfélag hefur þröngar heimildir til að taka ákvaranir sem snerta séreignir.


Ný alþjóðleg rannsókn :Asmi leggst á iðnaðarmenn

jöldi manns fær enn asma af völdum efna sem þeir vinna með þrátt fyrir vitneskju um hættu af völdum þeirra og stragar reglur um meðferð.Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem gerð var við Sahlgrenska akademíuna í Gautaborg.Rannsóknin tók til 13 þúsunda einstaklinga í Svíðjóð,Noregi,Dannmörku,Eistlandi og á Íslandi.hægt var að tengja sjö prósent asmatilfella hjá konum við starfsskilyrði en 14 prósent tilfellanna hjá körlum.MÁLARAR sem vinna með úðamálningu eru í mestri hættu auk pípulagningamanna sem vinna með lím og einangrunarfroðu.Ræstitæknar,umönnuarstarfsmenn og hárgreiðslufólk eru einnig í hættu,að því er segir á vefnum arbetet.se.


Aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi .

Aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi og fyrir bættu siðferði í atvinnulífinu Samtökin eru sammála um að vinna áfram gegn svartri atvinnustarfsemi, kennitöluflakki og að bættri framkvæmd útboðsmála. Svört atvinnustarfsemi leiðir til félagslegra undirboða sem valda samfélaginu öllu, launafólki og fyrirtækjum, tjóni. Launafólk glatar mikilvægum réttindum og fyrirtæki sem virða kjarasamningsbundin réttindi og standa skil á opinberum gjöldum missa verkefni og viðskipti til þeirra sem kerfisbundið koma sér undan lög- og kjarasamningsbundnum skyldum sínum.


Efling starfsmenntasjóða

Á undanförnum misserum hefur samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og aukna þjónustu við atvinnuleitendur skilað mikilvægum árangri. Verið er að ýta átakinu ,,Liðsstyrkur‘‘ úr vör, þar sem þeim sem verið hafa án atvinnu í þrjú ár eða lengur verður boðið sex mánaða starfstengt úrræði. Fyrirhugað er að treysta samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar, þar sem markmiðið er að lækka verulega hlutfall þeirra einstaklinga sem ekki hafa lokið viðurkenndu námi á framhaldsskólastigi. Í þessu skyni munu samningsaðilar á næstu mánuðum gera sérstaka áætlun um áherslur starfsmenntasjóða og eflingu þeirra á þessu sviði þannig að þeir geti staðið undir aukinni starfsemi. Samkomulag er um að tiltekin framlög til þeirra hækki í áföngum um 0,1% eigi síðar en 1. janúar 2015 sem útfært verður í næstu kjarasamningum. Jafnframt eru aðilar sammála um að þegar á árinu 2013 muni sjóðirnir auka framlög til menntamála með því að ganga á eigið fé sitt ef með þarf.


Úrskurðarnefnd MSI, NS

Úrskurðarnefnd MSI, NS og Húseigandafélagsins Árið 2010 var sett á fót ný úrskurðanefnd og aðild að henni eiga Meistaradeild byggingagreina innan Samtaka iðnaðarins (MSI), Neytendasamtökin og Húseigendafélagið. Nefndin úrskurðar um deilumál sem upp koma vegna viðskipta neytenda við félagsmenn MSI og varða viðskipti yfir 100.000 kr. Málskotsgjald er kr. 15.000, en jafnframt geta aðilar þurft að greiða málskostnað að hámarki 100.000 kr. tapi þeir máli fyrir nefndinni. Kosturinn við þessa nefnd er að iðnaðarmenn sem heyra undir eitthvert meistarafélaganna skuldbinda sig, eða því sem næst, til að fara eftir niðurstöðu nefndarinnar auk þess sem kaupanda eru tryggðar þær bætur sem hann á rétt á í gegnum ábyrgðasjóð MSI. Nefndin hefur starfað í tvö ár en ekki er enn komin mikil reynsla af henni. Það er ákveðin trygging fólgin í því að eiga viðskipti við iðnaðarmenn sem eru aðilar að meistarafélagi sérstaklega ef um er að ræða stærri verk. Komi upp deilur er hægt að senda mál fyrir úrskurðarnefnd í stað þess að leita til dómstóla og vinni kaupandi málið eru miklar líkur á að iðnaðarmaðurinn virði niðurstöðuna.


Úrlausn í deilumálum

Ef ekki tekst að útkljá deilur milli iðnaðarmanna og neytenda er hægt að skjóta málum fyrir svokallaðar kæru- eða úrskurðanefndir og ef allt um þrýtur er hægt að fara fyrir dómstóla. Úrskurðarnefnd NS, Samtaka iðnaðarins, Meistarafélags húsasmiða, Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði (SART) og Húseigendafélagsins var sett á fót 1998 en afar fá mál hafa farið fyrir nefndina á þessum 14 árum. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Oft tekst að leysa ágreining með milligöngu en einnig vill þannig til að þeir iðnaðarmenn sem kvartað hefur verið yfir eru ekki aðilar að meistarafélögum. Flest mál sem snúa að iðnaðarmönnum falla undir þjónustukaup og því eru flest slík mál send fyrir Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem hýst er hjá Neytendastofu. Ekki þarf að greiða málsskotsgjald sem er kostur en ákvörðun nefndarinnar er hins vegar ekki bindandi. Neytendasamtökin hafa kallað eftir „svörtum lista“ þ.e. að þau fyrirtæki sem ekki virða úrskurð nefndarinnar séu nafngreint opinberlega. Slíkt þekkist á hinum Norðurlöndunum.


1-2% AF VERÐMÆTI

Allir þeir sem hyggja á framkvæmdir eru fyrst og fremst að leita eftir tryggingum og öryggi. Með því að fara ofangreinda leið fæst besta, mögulega trygging fyrir því að verk sé unnið á hagkvæman hátt og uppfylli um leið viðurkennda gæðastaðla. Þessi leið felur í sér umtalsverðan sparnað því útboð og eftirlit spara oftast 10-20% af framkvæmdakostnaði og stundum meira. Fagaðilar eru einnig sammála um að reynsla og rannsókarniðurstöður sýna að árlegur viðhaldskostnaður nemur 1-2% af verðmæti húseignarinnar. Þegar viðhald húss hefur verið vanrækt í 10 ár má því búast við að komin sé uppsöfnuð viðhaldsþörf fyrir um eina milljón króna á íbúð sem er metin á 10 milljónir. Þetta er mikill skellur fyrir fólk sem e.t.v. er nýbúið að festa kaup á íbúð og leggja í það aleiguna. Stundum er það til að bæta gráu ofan á svart að það sem þó hefur verið gert er fúsk.


VANDASAMT VERK

Nú kunna einhverjir að segja sem svo: ,, Sumar verkfræðistofur hafa staðið sig illa og þeim hefur misheppnast að halda utan um framkvæmdir með fullnægjandi hætti!" Það er alveg rétt en það þarf ekki að þýða að þær séu allar lélegar eða að það borgi sig ekki að skipta við verkfræðistofu. Það sýnir miklu frekar að viðhald húsa er vandasamt verk. Í því fagi sem öðrum er sérhæfð þekking nokkuð sem byggist upp með tímanum. Verkfræðistofa sem er sérhæfð á sviði nýbygginga eða brúarsmíði hefur ekki endilega sérhæfingu á sviði viðhaldsframkvæmda. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef upp koma vandamál þá er lausnin ekki sú að rjúka upp til handa og fóta og afgreiða verktaka og eftirlitsaðila sem verstu svikahrappa. Yfirleitt er hægt að leysa þau vandamál sem upp koma með þekkingu og úthaldi og ljúka verkinu á farsælan hátt".


MÓNÓSÍLAN (Vatnsfæla)

Vatn er ein aðalorsök skemmda í steypu. Alþekkt eru frostþýðu áhrif á steypu og nú síðustu árin alkalískemmdir. Vatn á greiða leið inn í steypu, sem er óvarin. DYNASYLAN BSM hindrar vatnið í að komast inn í steypuna (og kemur þannig í veg fyrir efnafræðilegar og eðlisfræðilegar skemmdir í steypunni) Dynasylan er mónósilan, með mjög litilli sameindarstærð og smýgur því vel inn í háræðar steypunnar soga upp efnið, þar binst það háræðaveggjunum og klæðir þá með vatnsfráhrindandi filmu, án þess að loka fyrir háræðarnar. Með þessu móti hindrar Dynasylan BSM vatn í að komast inn í steypuna, en leyfir þá raka að gufa út. Dynasylan BSM þurrkar vegginn og rífur þannig keðjuna. Yfirmálun : Dynasylan hindrar á engan hátt viðloðun plastmálningar við steypuna. Sé rétt að verki staðið. A.t.h. Farið skal eftir öllum fyrirmælum framleiðanda um meðhöndlun efnisins. Þrjár forsendur þarf til að alkalí brjóti niður steypuna : 1. Alkalí-virknt fylliefni. 2. Hátt alkalíinnihald. 3. Hátt rakastig í steypu.


Fagmennska

Gildi fagþekkingar verður aldrei nógu oft ítrekað og þó einnig þau réttindi sem iðnmenntun og meistararéttindi veita . Sá sem starfrækir fyrirtæki á byggingasviði með menn í vinnu þarf að hafa tilskilin réttindi,meistararéttindi. Meistarar í iðngreinum bera ábyrgð á þeim í samræmi við lög og reglugerðir. Þessi réttindi og kvaðir sem meistarar bera eiga einnig að tryggja húseigendum gæði vinnu og að verkum sé skilað í samræmi við gögn þar að lútandi. Húseigendur eiga því að forðast viðskipti við aðila sem ekki hafa viðkomandi fagréttindi og réttindi til að starfrækja fyrirtæki.


Vandið gerð verksamninga "Kvörtunarþjónusta"!

Það sem einkennir þessi mál er að ekki hafa verið gerðir fullnægjandi og tæmandi verksamningar og þar af leiðandi er innihald samninganna óljósir. Algengt er að munnlegur eða að fólk hafi í höndunum minnisblað sem nokkrar kostnaðartölur hafa verið hripaðar á,en án undirritunar. Þegar fólk telur vinnu við verk ófullnægjandi eða telur að krafist sé of hárrar greiðslu fyrir vinnu/eða efni er staða verkkaupa yfirleitt slæm. Í fyrsta lagi á hann það á hættu að vinna við verk stöðvist ef hann greiðir ekki efnið sem samið var um nema hann borgi fyrir. Í öðru lagi er sönnunarstaðan erfið, því verkkaupinn þarf að sýna fram á innihald þess samnings sem hann telur sig hafa gert um verkið. Vegna þess bendi ég á að ganga vel frá öllum samningum,hafa þá formlega og undirskrifaða af aðilum. þegar gerðir eru verksamningar er handhægt að nota tilbúið verksamningseyðublað sem Samtök iðnaðarins hafa gefið út. Á því koma fram helstu atriði sem taka þarf fram í verksamningum og auk þess er á eyðublaðinu gert ráð fyrir því að íslenskur byggingarstaðall,ÍST30,sé hluti af samningnum. Hægt er að prenta þennan samning út á þessari heimasíðu , undir "Verksamningur". Að endingu er rétt að geta þess að á vegum Neytendasamtakanna,Húseigendafélagsins og Samtaka iðnaðarins er starfandi úrskurðarnefnd vegna nýbygginga og viðhalds húsa. Hún úrskurðar í deilumálum neytenda vegna kaupa á vörum eða þjónustu hjá félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins og ganga mál hratt fyrir sig hjá nefndinni. Nánari upplýsingar um nefndina fást hjá ofangreindum samtökum.