ÁBENDINGAR UM LITI

Taktu þér góðan tíma til að velja - það borgar sig . Litir geta breytt stærð og lögun berbergisins . Ljósir litir stækka herbergi, en dökkir minnka . Það er góð hugmynd að gera litaprufu svo þú getir metið litinn í réttu samhengi . Mundu að litirnir verða dekkri á stærri fleti . Skoðaðu alltaf litina í samhengi og á þínu eigin heimili áður en þú tekur ákvörðun . Skoðaðu litinn í þeirri birtu sem er ríkjandi þar sem þú ætlar að nota hann - dagsbirtu, ljósaperu eða flúrljósi . Mundu að þetta er þitt heimili, svo það sem skiptir máli er þinn smekkur og hvað þér líkar .


NIÐURRÖÐUN LITA Í ÁKVEÐIN KERFI

Það er gefið mál að við eigum mun auðveldara með að gera okkur sjálfum, og öðrum grein fyrir hvað um er að ræða, þegar við tölum um liti ef við höfum ákveðið litakerfi þ.e.s nokkurs konar litastafróf. Höfum við þá sameiginlegan útgangspunkt, og því minni hætta á misskilningi, en til þess verða auðvitað báðir aðilar að þekkja "stafrófið".. Svona litakerfi hjálpar okkur einnig mjög mikið, ef kunnátta er fyrir hendi, og rétt er notað, við litaval . Gegnum árin hafa verið allskonar "kerfi" í gangi til niðurröðunar á litum. Flest hafa þau verið uppbyggð þannig, að höfuðlitirnir hafa aðeins verið þrír þ.e.s. GULT-RAUTT-BLÁTT, en GRÆNT þá ekki með sem höfuðlitur. Má þar nefna tvö þau þekktustu Oswald-og Munsell kerfið .


N.C.S LITAKERFI

Það litakerfi sem mest er notað í Evrópu í dag er hið eiginlega litakerfi (Det naturlig fargsystem) . Á ensku Natural Colour System eða N.C.S . Þetta litakerfi hefur það umfram flest önnur, að það er mjög auðlært (þ.e.s. Uppbygging litanna) og aðgengilegt. Hér er einnig farið inn á nýja braut, fjölgað höfuðlitunum, þannig að nú eru þeir orðnir fjórir, GULT-RAUTT-BLÁTT og GRÆNT . Upphaflega var byrjað á þessari niðurröðun lita í Þýskalandi í kringum 1900, en aftur fullunnið og kynnt af sænskum arkitekt í kringum 1950 . Eins og áður sagði, er þetta litakerfi byggt á fjórum HÖFUÐLITUM GULT-RAUTT-BLÁTT og GRÆNT. Þessir litir eru algerlega hreinir þ.e.s. Engar innbyrðis blandanir . Þá höfum við einnig SVART og HVITT sem teljast til svokallaðra hlutlausu liti (nautral farve) . Blöndum við höfuðlitunum innbyrðis og svo aftur með hvítu og svörtu erum við alltaf að framkalla nýja liti.


LITAGLEÐI

 


Hvernig væri ef öll hús væru hvít með rauðu eða grænu þaki?

Margir útlendingar sem koma til landsins hafa orð á fjölbreytninni í litavali á þökunum á húsunum okkar og finnst gaman að skoða. Jú, þegar nánar er aðgætt þá eru þau nokkuð skrautleg: blá, svört, brún, hvít, grá auk óteljandi litaafbrigða af rauðum og grænum lit. Við erum orðin þessu svo vön að við tökum ekki eftir þessari fjölbreytni, ef við höfum þá nokkuð gefið þessu gaum, en aftur á móti taka allir eftir því samstundis ef hús er málað í nýstárlegum lit, þ.e.a.s. Nýstárlegum fyrir hús . Þó kemur fljótt í ljós ef farið er í sérstaka skoðunarferð um borgina og nágrenni í þeim tilgangi að athuga litaval á húsunum að fjölbreytnin er töluverð þrátt fyrir yfirgnæfandi vinsældir hvíta litsins undanfarin ár, bæði í innan- og utanhússmálningu. Margir láta sig tísku engu skipta og velja þann lit á hús sín sem þeim fellur í geð hverju sinni, en síðan er augljóst að "litir" eru að koma aftur og sést það m.a. Á því að verið er að mála nýbyggingar í áberandi litum .Þeir sem eiga erfitt með að breyta snögglega frá hvítu yfir í lit velja gjarnan grátt og aðra föla liti, enda hafa slíkir litir verið einnar vinsælastir undanfarið . Aðrir hella sér ósmeykir út í að velja áberandi liti á híbýli sín og segja má að sum hús hreinlega kalli á "liti" og áreiðanlega höfum við flest séð hús hreinlega breytast við það eitt að vera máluð. Þá hafa jafnvel komið í ljós skemmtileg útskot og smáatriði sem enginn tók eftir áður en húsið var málað við hæfi. Hvað er við hæfi? spyrja menn þá og því verður auðvitað ekki svarað hér. Þeir sem eru í vafa um hvaða liti hæfa þeirra húsi í því umhverfi sem það er eiga tvímælalaust að leita til fagmanns, sem er reyndar alltaf best til að tryggja að árangurinn verði sem bestur.


MEÐFÆDDIR HÆFILEIKAR !

Til er fólk sem hefur meðfædda hæfileika til að raða litum saman á fallegan hátt og þekkir þó ekkert til litafræði. Samkvæmt fræðinni. Hægt er að tala um heita og kalda liti. Kaldir litir séu oft taldir auka fjarlægð en heitir litir virðast nær okkur. Ástæðan fyrir því að ljósir litir gefa fjarlægð er að þeir endurkasta vel ljósi og auka því áhrif dagsbirtu og raflýsingar á meðan dökkir litir draga í sig ljósið og þar af leiðandi virðast dökkir veggir nær okkur en þeir eru í raun og veru. Það tekur oft langan tíma að velja réttan lit fyrir ákveðin stað. Almenningur heldur hins vegar að fagfólk, sem vinnur með liti, eigi að geta valið og nefnt rétta litanúmerið án mikilla umhugsunar, þótt fólkið sjálft hafa verið lengi að leita og ekkert fundið. Góður litur verður ekki ákveðinn í gegnum síma. Rétt er að hafa hugfast að litlar litaprufur segja oft lítið um það hvernig liturinn kemur til með að reynast þegar hann er kominn á margra fermetra flöt því áhrif litarins aukast í réttu hlutfalli, sem okkur eru heldur ekki alltaf nógu vel prentaðir og því getur liturinn orðið annar en við áttum von á þegar hann er kominn á flötinn. Af þessu leiðir að bráðnauðsynlegt er að mála smávegis til reynslu með litunum á þeim stað þar sem við ætlum að nota hann .


RÉTTUR LITUR VERÐUR RANGUR LITUR

Við þetta er svo því að bæta að litur sem okkur getur sýnst vera rétti liturinn þegar við horfum á hann á umbúðum einhverrar vöru eða í auglýsingu getur haft önnur og óæskilegri áhrif þegar hann er komin á veggi í herbergi. Það er líka alrangt að tala um að sumir litir séu fallegri og aðrir ljótir því staðsetningin ræður því hvort þessi lýsingarorð eiga við. Vegna þess hve litir eru áhrifaríkir má benda á að hægt er að nota þá til þess að ,, fylla upp" í íbúð ef lítið er af húsgögnum í henni. Af sömu ástæðum verður að fara varlega í litaval í húsnæði þar sem mikið er af vönduðum húsgögnum og innréttingum því þar mega litir ekki skyggja á, heldur verða að vera eins konar baksvið innbúsins. Mjög nauðsynlegt er að velja vel saman liti á veggi, áklæði húsgagna og gluggatjöld. Til þess að það megi takast þarf fólk að fá góðar prufur , bæði af áklæðinu og gluggatjaldaefninu, og fara með heim. Þetta er mjög þýðingarmikið vegna þess að litir eru ekki alltaf eins í kastljósum verslunarinnar og þegar heim er komið.


TÍSKAN ER RÁÐANDI

Tískan er vissulega ráðandi í litum og í dag virðast tískulitir í fatnaði fylgja tískunni í málningarlitunum eða öfugt. Svart, hvítt og grátt eru ríkjandi í fatatísku og sama gildir um málningarlitina, ennfremur má nefna brúna og gráfjólubláa liti. Annars verðum við líka að muna að hvítt er ekki bara hvítt og grátt ekki bara grátt. Grár litur getur verið með bláu, rauðu, gulum , grænum eða hlutlausum tón, en hvíts litar. Einnig er rétt að benda á að standi til dæmis rauður sófi upp við vegg í gráum, hlutlausum lit kemur græn slikja á vegginn af því að rauður litur kallar fram andstæðulit sinn, sem er grænn. Árlega er spáð fyrir um ráðandi tískuliti ársins sem textílfólk, málningarframleiðendur og iðnaðarmenn nota í framhaldi af því. Það er þó ósköp leiðinlegt þegar allir fara að nota sömu litina, eins og oft vill brenna við hér á landi. Gott dæmi um það eru barnaherbergi þar sem fólk setur veggfóðurborða á veggi og málar síðan í dekkri lit fyrir neðan borðann og ljósari fyrir ofan hann, og að auki oftast í gulu og bláu eða gulu og grænu. " Flestir hafa áreiðanlega lent í því einhvern tíman að vera með ákveðinn lit í huga sem ber skemmtilegt nafn. Þeir biðja um litinn en þegar hann er afhentur er hann ekki sá sem upphaflegi liturinn var frá annarri málningarverksmiðju en keypt var frá en með sama nafni. Þá er voðinn vís því þótt nöfnin séu ef til vill þau sömu þá er liturinn annar. Grein úr Hús og Híbýli Tbl. 1999 eftir Önnu Pálu Pálsdóttur .


AÐ SETJA RÉTTAN LIT Á RÉTTAN STAÐ

Það þarf að taka tillit til hverskonar starfsemi verður í viðkomandi húsi eða herbergi, hvað efnivið arkitektinn hefur valið saman og hvernig byggingarlagið er. Liturinn á ekki að vera sjálfstæð skreyting heldur umfram allt hafa þægileg áhrif, undirstrika séreinkenni efnisins og tengja saman ólíka þætti hönnunarinnar. Þannig næst hið fullkomna samspil milli lita, efnis og arkitektúrs. Kúnstin við að mála hús og híbýli er semsé að setja réttan lit á réttan stað ."Það er áreiðanlega hverju orði sannara en hægara sagt en gert því ósjaldan sjáum við dæmi um hið gagnstæða, rangan lit á röngum stað. ,, Það verður einnig að hafa hugfast, að þegar hús er málað er um langtíma verkun að ræða. Það er ekki verið að mála leikmynd sem á að prýða umhverfi stutta stund. Þess vegna þarf að ná góðu jafnvægi, þannig að litirnir leiti á fólk en verði aldrei uppáþrengjandi.


Ráð varðandi útiliti

Skoðaðu litina í samhengi og í jafnvægi við liti sjálfrar náttúrunnar og önnur byggingarefni. Taktu eftir að litir sem notaðir eru utanhúss virka ljósari og hreinni en litlum prufum í litakortinu. Það eru sérstaklega bláir og grænir litir,sem koma á óvart,veldu þá aðeins dekkri og grárri. Notaðu sama lit á veggi,tréverk o.s.frv,ef þú vilt hafa allt í stíl. Notaðu ólíka liti til að draga fram einstök atriði arkitektúrsins. Gefðu þér nægan tíma til að velja liti,þú kemur til með að horfa á þá í næstu framtíð


Jarðlitir-hvað er nú það?

Útilitir eru langflestir framleiddir úr ósviknum jarðlitum,þ.e.a.s. litum úr nátturinni. Í þúsundir ára hefur verið auðvelt að nálgast jarðliti, t,d í Miðjarðarhafslöndunum. Hugtök eins og síena,terrakotta,ítalskt rautt o.s.frv. koma þaðan. Mismunandi járninnihald og breytilegt oxunarstig(ryð) í jarðlögunum færa okkur litaskala allt frá oxýðrauðu að oxýðgulu og brúnum litbrigðum. Í suðlægari löndum voru hvítu litbrigðin unnin úr muldum marmara-en norðar í álfunni úr muldu kalki og krít. Í dag eru mörg af litarefnunum framleidd í verksmiðjum, en úr sömu grunnefnum og koma fyrir í litum úr nátúrunni.


Byggingarefni og útilitir

Flest byggingarefni eru framleidd úr náttúrulegum efnum og hafa því liti sem samsvara jarðlitunum-hvort sem um er að ræða múr,tré,stein,marmara eða granít. Notkun á efnum sem koma úr náttúrunni í kringum okkur-þar með talin útimálning og viðarvörn í jarðlitum-færa húsum okkar ró og jafnvægi. Þetta er góð norræn hefð. Við höfum fylgt því að viðhalda henni með valinu á þessum litum til notkunar úti,á þök.veggi,tréverk,glugga og hurðir. Jarðlitir þekja vel og eru mjög ljósekta.


Litaval utanhúss

Að velja liti í samspili við náttúruna hefur einnig í för með sér að taka verður tillit til árstíðanna. Hvergi í heiminum breytast ljós og litir á eins áhrifamikinn hátt með árstíðunum eins og á Norðurlöndunum. Þú þarft ef til vill að velja lit á húsið þitt á gráum og drungalegum vetrardegi. Ef litirnir njóta sín við þessar aðstæður-án hjálpar frá sól,blómum og grænum trjám-fara þeir vel allt árið. At.h. Litir á kortum verður að taka leiðbeinandi. Ef þú velur mjög matta málningu,virkar liturinn aðein hvítleitur. Ef þú velur mjög gljáandi málningu,mun liturinn virka dýpri og aðeins hreinni.


Um sér merkingar í NCS litakerfinu

Algengasta litakerfið sem notast er við hér á landi er NCS litakerfið ,sem auðvelt er að vinna með t.d. er hægt að fletta upp litum í foritinu COLORVIEW, en samkvæmt því eru t.d. 205 litir NCS-kerfinu mælir með að notast séu utanhúss.forritið kemur þá með ýmsar upplýsingar um litin sem og viðbótarupplýsingar með því að setja stjörnumerkta bókstafi við hvern lit. Þannig þýðir litur sem merktur er bókstafnum*W að liturinn verður aðeins ljósari en NCS-kortið sýnir *S segir að liturinn verði aðeins dekkri,*T þýðir að þessi litur þeki illa,*U að liturinn sé ekki ráðlagður úti vegna hættu á upplitun og *M þýðir að liturinn geti virst breytilegur eftir lýsingu og birtuskilyrðum.Nokkrum slíkum bókstöfum getur verið raðað við einn lit og því þýðir merkingin *TUM að liturinn hafi lélega þekju,sé ekki ráðlagður úti vegna hættu á upplitun og geti verið breytilegur eftir lýsingu og birtu.Það er því að mörgu að hyggja þegar litur er valinn og alls ekki á færi nema fagmanna að skera úr um hvort rétt er valið.


Um mikið litaða málningu utanhúss, taumar í málningu

Vatnsþynnanlegar plastmálningar innihalda vætiefni sem gegna margþættu hlutverki.Meðal annars sjá vætiefni um að málningin litist rétt,botnfalli ekki og haldi sömu seigju við geymslu. Vætiefnin eru í reynd eins og sápuefni því að þau samlagast bæði olíu-og vatnskendum hluta málningarinnar. vætiefnin eru líka vatnsuppleysanleg.Litapösturnar sem litastofnarnir eru litaðir með innihalda einnig mikið magn af vætiefnum.Til að búa til ýmsa djúpa dökka liti þarf mikið af litapöstu út í stofninn svo viðunandi þekja náist.Eftir málun er hlutverki vætiefnis lokið í málningunni.Þegar að rignir síðar á nýmálaðan flöt skolast vætiefni óhjákvæmlega út úr málningarfilmunni með regnvatninu.Mismunandi langan tíma getur þurft til að vætiefnin skolist alveg út úr málningarfilmunni.Ef rignir t.d. á hluta á nýlega málaðan vegg og hann skolast ekki fullkomlega niður að þá setjast vætiefnin á yfirborð málningarinnar þannig að taumar sjáist í filmunni. Einnig getur komið fram litbrigði þegar málningin blotnar að hluta.Ofangreind atriði eru þekkt í mikið lituðum málningum og hlutur sem ekki er hægt að koma í veg fyrir í hefðbundnum,möttum steinmálningum.En eftir fullkomna útskolun vætiefnis hverfur fyrrbærið alveg.


Litir lita allt okkar líf

Tilfinning okkar fyrir heiminum kemur frá því sem við sjáum.Við sjáum liti og þeir hafa áhrif á okkur.Og litir hafa verið okkur mönnunum svo mikilvægir að allt frá uppruna okkar höfum við búið til liti og litað flötin okkar,heimillin og jafnvel andlitin á okkur.En hvað eru litir og af hverju hafa sumir hlutir lit en aðrir ekki? Það er frekar flókið mál. Til að litur verður til þarf þrjá þætt:Ljós,augun okkar og hlut.Litur hlutarins sést þegar ljós skín á hann.Hann gleypir í sig ljósið og liturinn sem við sjáum er það ljós sem hluturinn gleypir ekki.Ef hluturinn gleypir ekki ljós,virðist hluturinn litlaus.Gras gleypir allt ljós nema það sem er grænt.Litir sem menn búa til virka eins,þeir gleypa sumt ljós sem skín á þá en ekki annað.stundum eru litir lélegir og dofna með tímanum.


Frumlitirnir þrír

Það eru þrír frumlitir.rauður,gulur og blár.Þá er ekki hægt að búa til með því að blanda saman tveimur öðrum litum.Það eru líka til þrír annars stigs litir sem eru allir samland af tveimur frumlitum,það eru appelsínugulur,fjólublár og grænn. Á litahjólinu eru þeir staðsettir mitt á milli þeirra frumlita sem þeir eru búnir til úr. Síðan eru sex þriðju stigs litir sem eu gerðir með því að blanda saman frumlit og annars stigs lit,og á litahjólinu eru þeir staðsettir á milli þeirra lita sem þeir eru gerðir úr.


Hvað er litblinda ?

Keilurnar greina ekki rétta liti .Litsjónuskynfrumur okkar heita keilur og eru í sjón augans,nánar tiltekið í miðgróp hennar.Þær eru af þremur mismunandi gerðum eftir því hvers konar litarefni þær innihalda en þau gera okkur kleift að greina frumlitina þrjá,það er rauðan,grænan og bláan. Sá sem er með eðlilega litsjón hefur nóg af öllum litarefnunum.Einstaklingar með breglaða litsjón eru hins vegar með gallaðar keilur af einni eða fleiri gerðum og skortir að einverju eða öllu leyti eitt eða fleiri litarefni. Sá sem er með gallaðar grænar keilur sér græna liti en á erfit með að greina þá frá rauðum. Sá sem er með gallaðar rauðar keilur greinir illa á milli rauðar,gulra og grænna litbrigða.


Ekki er hægt að lækna litblindu

Arfgeng litblinda er oftast greind með því að láta einstakling skoða sérstök litaspjöld,svokallaðar Ishihara-litaprófstöflur.Á þeim eru doppótt mynstur mismunandi lita. Fólk með eðlilega litsjón sér ákveðnar tölur á spjöldunum þegar þau eru skoðuð í góðri birtu,en þeir sem eru litblindir sjá eitthvað annað. Engin lækning er til við litblindu en litblindir venjast því að nota ákveðna hluti til að greina liti,til dæmis er rauða umferðaljósið ávallt fyrir ofan það græna.


Litarefni

Meginhlutverk litarefna er að gefa málningunni lit og dekkingu.Ólífræn litarefni eru t.d.títanhvíta(hvíti liturinn í málningu)og ýmis konar járnoxíð,eins og rautt járnoxíð brúnt járnoxíð og gult járnoxíð.Þessi ólífrænu litarefni eru í flestum tilvikum óvirk gegn sólarljósi og geta haft langan endingartíma.lífræn litarefni eru gerð úr lífrænum samböndum og sum þeirra mynda mjög sterka liti.þessi lífrænu lífrænum litarefni eru mjög misjöfn hvað varðar endingu.´Litaþykkni eða litapasta(t.d.liturinn úr litavélum)er í flestum tilvikum blanda af litarefnum,vökva,(t.d. vatn og/glýkól)og hjálparefnum.


Heilræði um litaða málningu

Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa.Litir virðast sterkari á stórum flötum.Veljið því daufari liti á stóra fleti og sterkari á litla.Ólíkir litir hafa ólíka þekju og því getur þurft fleiri umferðir fyrir liti sem þekja illa.Það er ekki alltaf víst að tvær umferðir dugi fyrir alla liti.Lýsing hefur áhrif á liti.Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.


Litir og skapferli:

Margar kenningar eru til um áhrif einstakra lita á skap fólks og sálarlíf.Engin ein litasálfræði hentar öllum því upplifun okkar á litum tengist minningum og persónuleika.Hér á eftir koma nokkrar algengar kenningar um liti sem oft eru notaðir á heimilum.Grænn þykir nærandi og græðandi litur enda algengur í nátúrunni.Hann gæti hentað vel á stöðum sem við viljum tengja hlýju,umhyggju og sköpun.Blár hefur oft verið tengdur andlegum málefnum,Hann þykir einnig róandi og gæti hentað vel þar sem ætlun er að slappa af.Flestum finnst eflaust að grár sé frekar kaldur og hlutlaus litur en hann er oft tengdur vitsmunum og hlýrri tónar hanns sköpunarkrafti.Grár er einn þeirra lita sem kallaðir eru hlutlausir,eins og brúnn og beis.Þessir litir geta verið hlýlegir og hjálpað til við að skapa hlílegt andrúmsloft en margir fá leið á þeim eftir nokkurn tíma.hvítir litir tengjast birtu og hreinleika en einnig leik og gleði.pastellitir falla einnig í þennan flokk og skiljanlegt að þessir litir þykja víða henta vel.Gulir tónar gefa til kynna bjartsýni,jákvæðni og léttleika,enda tengjum við hann oft sólinni.Jafnframt því að bæta skap manna þykir gulur örva heilastarfsemina og því væri ekki vitlaust að nota svolitið af honum í vinnuumhverfi.Síðast en ekki síst er hægt að nota liti til að auka á rómantíkina og munu flestir sammála um að enginn litur sé jafn kynæsandi og rauður.Þetta er örvandi litur og þeir sem vilja meiri mýkt hallast frekar að bleikum.Báða þessa liti er þó ráðlagt að nota í hófi þar sem áhofleg tilfinningasemi er jafnvond og engin.Fjólublár litur er einnig rómantískur,en honum fylgir meiri alvara og ástríðuþrungi.Enda þola fáir of mikið af fjólubláum lit,hann getur verið nokkuð yfirþyrmandi.


litleysi streituvaldandi

Í frægri rannsókn sem gerð var á hópi fólks árið 1976 kom í ljós að væri fólk sett í grátt og litlaust herbergi jókst hjartsláttur þess en marktækur munur reyndist á því hversu ver karlar kunnu við sig í slíku umkverfi en konur.Karlmennirnir sýndu aukin streitueinkenni í litlausu herbergi en konur og leiddist mun meira. Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir hefur þó ekki tekist að greina á milli þess hvort þessi munur á því hvernig kynin skynja liti sé félagslegur eða meðfæddur.


Litir sem gefa tilfinningu fyrir auknu rými

Yfirleitt ætti að forðast að mála lítil herbergi í dökkum litum.Hins vegar má gera tilveruna í þeim huggulegri með því að mála þau í djúpbláum-eða rauðum litatónum.Ef valið eru sterkir litir á veggina þá þarf að gæta þess að þeir séu ekki yfirþyrmandi.Málið alla veggi í sama lit og veljið dekkra gólfefni svo að herbergisflöturinn virki stærri.Ef lágt er til lofts er um að gera að mála loftið í mjög ljósum björtum lit. td. málarahvítt eða 0500.


Langir gangar og ílöng herbergi

Langir gangar virðast styttri ef annar endinn er málaður í dökkum lit.Hið sama má segja um löng og mjó herbergi.Þá er ráð að mála styttri veggina í aðeins dekkri litatón svo að herbergið virðist ferningslagaðra.Eins er hentugra að setja stærri og þyngri húsgögn á endaveggina til þess að leggja meiri áherslu á þá.


Sálfræði lita

Litir geta haft áhrif á lundarfar fólks.Litir skipta miklu máli inni á heimilum og telja margir að þeir geti haft áhrif á líðan fólks.Þannig getur verið gott að vanda þegar kaupa á málningu á veggi h ibýlanna og skal gæta þess að velja rétta litatóna og litasamsetningu til þess að skapa sem bestu líðan.


Rauðir litir

Rauður hefur verið tengdur við hættu,ástríðu,orku,hita,bjartsýni og sköpunargleði.Liturinn hentar vel í borðstofur þar sem hann er talinn stuðla að líflegum samskiptum og örvar matarlystina.Það sem þarf hins vegar að hafa í huga er að rauði liturinn getur verið yfirþyrmandi og sumir telja hann geta valdið höfuðverk.Þá er ráð að mála jafnvel bara einn vegg rauðan eða notast einugis við rauð húsgögn (dökkan við)eða skrautmuni.Forðast skal að mála barnaherbergi rauð þar sem liturinn þykir of örvandi.


Bleikir litir

Bleikir litir eru tengdur ástinni og þykir því henta sérstaklega vel í svefnherbegjum þar sem hann hefur jafnframt róandi áhrif.Gallinn við bleika litinn er hins vegar sá að vanda þarf valið á honum þar sem rangir tónar geta verið of væmnir og henta þá kannski betur í svefnherbergi hjá litlum prinsessum heldur en hjá hinum fullorðnu.


Appelsínugulir litir

Tengist stöðugleika og hlýju og er talinn stuðla að betri meltingu.Liturinn hentar því best í stofum og borðstofum.Ef liturinn er notaður í svefnherbergi getur hann verið og örvandi og því getur hann valdið svefnörðuleikum.Eins getur herbergið sem málað í þessum lit virkað minna og því þarf að huga vel að lýsingu herbergja sem eru máluð í þessum lit.


Grænir litir

Tengist náttúrunni.Liturinn þykir róandi og skapar jafnvægi þar sem hann er á milli hins heita rauða litar og kalda bláa litarins.Grænir liturinn er góður í svefherbergi og stofur en of mikill grænn litur er talinn geta gert það að verkum að fólk verði of afslappað.Því ætti kannski að forðastað hafa græna litinn á veggjum vinnuherbergjum.


Bláir litir

Hefur róandi áhrif og er talinn koma í veg fyrir martraðir sé hann á veggjum svefnherbergja.Blái liturinn hentar einnig vel í vinnuherbergjum og er fallegur inni á baðherbergjum.Gallinn við bláa litinn er sá að hann getur virkað kuldalegur.


Gulir litir

Guli liturinn er yfirleitt mjög hlýlegur enda tengist hann sumrinu og sólinni.Gulur þykir fallegur á eldhúsveggina,í borðstofum eða herbergjum sem snúa í norður.Forðast skal sterkan gulan lit í svefnherbergjum en hann er talinn geta valdið tilfinningalegum óstöðuleika.


Brúnir litir

Tengist öryggi og stöðuleika og getur verið mjög faleggur á stofuveggina.Brúnir tónar eru misfallegir og því skal vanda valið svo að liturinn verði ekki of þunglamalegur.Oft getur verið fallegra að mála aðeins einn vegg í brúnum lit og velja svo húsgögnin í stíl við litinn.Varast skal að hafa þungan brúnan lit við mjög dökk gólfefni.


Svartur litur

Svarti liturinn er að verða æ vinsælli inni á heimilum.Liturinn er dramatískur og því skal nota hann í hófi og alls ekki í litlum herbergjum eða íbúðum eða þar sem lágt er til lofts.Forðast skal að mála loft herbergja svört og hentar oftast best að mála jafnvel bara einn vegg í svörtum lit svo að hann verði ekki yfirþyrmandi.